Kaffi og kók er hægt að nota á ýmsa vegu...


...og ekki aðeins gott við þorsta.
 
Sex leiðir aðrar en í gegnum munn og ofan í maga: 
Hressið upp á þreytta svarta rúskinnsskó með því að væta svamp í kaffi og strjúka yfir skóna.
 
Kók er góður salernishreinsir og virkar einnig mjög vel á olíu- og blóðbletti.
 
Kók er góður sem fúguhreinsir.
  
Lagið rispur á geisladiskum með kaffi filter.
 
Sjóðið kók á pönnu til að losa um brenndar matarleifar.
 
Kók mun vera fyrirtak til að flýta fyrir brúnku. Berið á húðina fyrir sólbað og árangurinn er víst sagður ekki láta á sér standa.