Hollt og gott nesti í skólann eða vinnuna


Hér eru nokkrar hugmyndir um hollt og gott nesti í skólann eða vinnuna fyrir alla aldurshópa:
 
Litlir grænmetispinnar
 
Hægt er að gera margar útgáfur af grænmetis og ávaxtapinnum með því að nota tannstöngla eins og notað er í ostapinna.
 
Hér koma nokkrar hugmyndir af pinnum;
 
tómatur + gul paprika + agúrka
agúrka + ólífa
brokkolí + rauð paprika
kirstuberjatómatur + ólífa
agúrka + brokkolí + spínat
kirsuberjatómatur + rauð paprika + sólþurrkaður tómatur
gulrót + appelsínugul paprika
 
Litlir ávaxtapinnar og nokkrar hugmyndir af pinnum:
 
mangóbiti + ananasbiti
vínber + grænn eplabiti
vínber + jarðaber
jarðaber + banani
bláber + banani
mango + jarðaber
ananas + vínber
 
Grænmetisvefjur
 
Þetta er góð leið til að koma fullt af grænmeti í nestiboxið. 
 
Þið veljið 1 af eftirfarandi:
 
tacoskel
romainlauf
lambhagasalati
noriblað (eins og maður notar í sushi)
tortillu
síðan veljið þið 3-4 atriði af eftirfarandi til að fylla með:
spínat eða annað kál
rifnar gulrætur
niðurskornar paprikur
alfalfa spírur eða aðrar spírur
agúrkusneiðar
tómatbátar
radísubitar
brokkolíblóm
fínt saxaður rauðlaukur
avókadó sneiðar
 
Aðferð: 
 
Setjið eins mikið af grænmeti og ykkar langar í taco eða tortillu eða salat & rúllið upp. Setjið annað hvort ólífuolíu eða sósu á og setjið í nestisboxið.
 
Holl sósa á vefjur:
 
1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
½ dl vatn
2 msk sítrónusafi
2 döðlur
1 msk lífrænt sinnep
1 tsk sinnep
1 tsk laukduft
½ tsk sjávarsalt
 
Aðferð: 
 
Allt sett í blandara og blandað vel saman, geymist í viku í ísskáp. Það er hægt að nota ab-mjólk eða hreina jógúrt í þessa sósu og þá sleppið þið kasjúhnetum, vatni, sítrónusafa og agave.
 
Salat í nestisboxi & hummus:
(ferskt spínat eða annað kál, magn eftir smekk)
 
agúrka
spírur
rifnar gulrætur
rauð paprika
annað grænmeti sem ykkur langar í. Skerið og rífið grænmetið og raðið í nestisboxið.
 
Hummus:
 
300 gr soðnar kjúklingabaunir eða 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 hvítlauksrif
½ búnt steinselja
2 msk hvítt tahini
½ dl sítrónusafi
1 msk tamarisósa
smá cuminduft
smakkað til með smá sjávarsalti
 
- 150 gr ósoðnar baunir eru lagðar í bleyti yfir nótt í 1/2 ltr af vatni - skipt um vatn & soðið í ca 1 klst. - baunirnar eru til þegar þær merjast milli 2ja putta.
 
Setjið kjúklingabaunir og hvítlauk og steinselju í matvinnsluvél og maukið. Bætið tahini, sítrónusafa, appelsínusafa og sojasósu út í og maukið þar til silkimjúkt.
Smakkist til með cumindufti og sjávarsalti.