Ýsa sem slær í gegn!


Uppskriftin sem ég birti hér að neðan er skuggalega góð.
 
Eða; uppskrift að ýsu sem slær í gegn hjá mínu liði. Ekki er verra að fiskur er næringarríkur, og að auki náttúrulegt "boost" fyrir heilann. 
Það sem þú þarft:
 
2-3 ýsuflök
2 egg
hveiti
2 bökunarkartöflur
2 sætar kartöflur (eina ef hún er mjög stór) 
Olía
Maldon salt
Pipar
 
Í sósuna; 
 
1/2 l matreiðslurjómi
2-3 hvítlausrif
sveppir
1 grænmetisteningur
 
Svona förum við að:
 
Skrælið kartöflurnar og brytjið í teninga og setjið í smurt, eldfast mót. Hellið olíu yfir og saltið og piprið. Bakið við u.þ.b. 200°C í 20 mín. eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og komnar með smá lit. Hrærið í af og til.
 
Skerið sveppi gróft og steikið ásamt hvítlauk í olíu og grænmetiskrafti. Hellið matreiðslurjóma yfir þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir og hitið. Saltið létt og piprið.
 
Sláið egg saman með gaffli (má þynna með mjólk). Skerið ýsuna í u.þ.b. 8 cm breiða bita og veltið upp úr hveitinu og eggjunum.
 
Kryddið og snöggsteikið fiskinn á pönnu við meðalhita. Hellið sósunni yfir fiskinn og látið malla þar til fiskurinn er soðinn í gegn, hámark 5-7 mínútur. 
 
Uppskrift fengin að láni frá Elísabetu Ingadóttur, Akranesi. 
 
heida@spegill.is