Ég hef lært... Omer B. Washington


 
Það liggja margar gullsetningar eftir Omer. B. Washington. Nokkuð klárt að hann lærði sitthvað í gegnum árin.
 
Hér birtum við nokkrar valdar setningar: 
 
 
Ég hef lært-
Að þú getur ekki þvingað neinn til að elska þig. Allt sem þú getur gert er að gera þitt besta til að vera elskuverð/ur. Aðrir sjá um sig.
 
Ég hef lært-
Að það er alveg sama hversu mikið mér er umhugað um suma hluti, sumum stendur hjartanlega á sama.
 
Ég hef lært-
Að það tekur mörg ár að byggja upp traust, og aðeins örskamma stund að eyðileggja það.
 
Ég hef lært-
Að það er sama hversu góða vini ég á, þeir koma óhjákvæmilega til með að særa mig óafvitandi, stöku sinnum og ég verð að fyrirgefa þeim það.
 
Ég hef lært-
Að það eru þeir sem eru í lífi þínu sem skipta máli. Ekki það sem þú átt.
 
Ég hef lært-
Að þú skildir aldrei eyðileggja afsökunarbeiðni með réttlætingum.
 
Ég hef lært-
Að þú getur komist áfram á sjarmanum í ca. 15. mínútur. Eftir það, þá er eins gott að þú vitir eitthvað.
 
Ég hef lært-
Að þú ættir aldrei að bera þig saman, við bestu frammistöðu annarra.
 
Ég hef lært-
Að hægt er að taka ákvörðun á einu augnabliki, sem getur valdið þér hugarangri það sem eftir er ævinnar.
 
Ég hef lært-
Að það hefur tekið mig langan tíma að verða sú manneskja sem ég vil vera.