Stjörnumerkin og kynlífið


Hvort ertu afslappaður Fiskur þegar kemur að kynlífi eða illa við rútínu og formlegheit einsog Vatnsberinn?
 
Eða einsog Nautið, sem sagt er kraftmikið á meðan Ljónið er fullt af orku eða einsog villiköttur í svefnherberginu?
 
Finndu þitt stjörnumerki og kannaðu hvort þetta passi þér - góða skemmtun! 
 
HRÚTURINN
Hrúturinn býr yfir sterkum mjög kynferðislega sterkum hvötum. Vill kynlíf reglulega og ekki er ólíklegt að honum líki best við trúboðastellinguna, þar sem honum finnst jú, nú ekkert leiðinlegt að stjórna...
 
NAUTIÐ
Nautið er kraftmikið en yfirvegað þegar kemur að ástarleikjum. Virðing á báða bóga er honum mikilvægt og Nautið vill langan forleik sem einkennist af leikjum og hann er ófeiminn við að eiga frumkvæðið.
 
TVÍBURINN
Tvíburinn vill hafa kynlífið skemmtilegt og fjörugt og þolir illa rútínu. Tvíburinn er einkar fingrafimur, „eða leikur að fingrum fram“, einsog sagt er... og hrífast þeir að hlutverkjaleikjum, þar sem Tvíburinn hefur helst yfirhöndina.
 
KRABBINN
Krabbinn kann vel við ráðríkan maka þegar kemur að ástarleikjum þar sem hann er kurteis að eðlisfari, líka í rúminu. Krabbinn elska kúr og knús, en kann því samt ekkert illa að vera bundinn niður, svona af og til.
 
LJÓNIÐ
Ljónið er tilfinninganæmt og umhyggjusamt þegar kemur að kynlífi. Nautnaseggur sem elskar að vera nuddað um allan líkamann. Fullt af orku og oftar en ekki, það sem sumir myndu skilgreina sem; villikött í svefnherberginu...
 
MEYJAN
Meyjan hrífst af þeim sem sýna frumkvæði í svefnherberginu. Sýna henni virðingu en eru samt alveg til er í smá stuð annað slagið. Meyjan leitar að maka til frambúðar og er ekki hrifin af „einnar nætur gamni“.
 
VOGIN
Vogin er tiltölulega nýungagjörn þegar kemur að kynlífi, þó er það alltaf á „fallegum/fínlegum“ nótum. Vogin elskar að gera tilraunir þegar kemur að kynlífi og kann reglum illa.
 
SPORÐDREKINN
Sporðdrekinn já, hann er fjörugur í svefnherberginu. Hann fær helling út úr því að stjórna og ekki er ólíklegt að hann bindi fyrir augu maka síns annað slagið. Það lekur hreinlega kynþokkinn af Spordrekum þegar kemur að kynlífi.
 
BOGMAÐUR
Bogmaður elskar kynlíf, er rómatískur með endalaust úthald til ástarleikja og er gjarnan við stjórnina þegar kemur að ástarleikjum. Bogmaðurinn er ævintýragjarn og til í að prófa nýungar.
 
STEINGEITIN 
Steingeitin er almennt varkár þegar kemur að kynlífi. Kýs helst einn maka og er lítið gefin fyrir skyndikynni. Mikið ímyndunarafl sem og draumórar fullnægja henni og þarf hún því ekki mikla tilbreytingu þegar kemur að ástarleikjum.
 
VATNSBERINN
Vatnsberanum er illa við rútínu og formlegheit og á það líka við þegar kemur að ástarleikjum. Höft eru Vatnsberanum líka á móti skapi og það sem mest kemur Vatnsberanum til, er líklega ef þú nærð að koma honum á óvart.
 
FISKURINN
Fiskurinn er afar afslappaður þegar kemur að kynlífi og alls ekki er ólíklegt að hann eigi sér nokkra elskur til skiptanna, eða til einnar nætur. Fiskar eru ævintýragjarnir svo um munar, en erfitt að fanga þá. Náir þú einum slíkum – til hamingju!
 
l'amour et la paix !!!
Spádómsgyðjan -xxx
 
Kíktu á hvað fæðingardagurinn þinn segir um þig - Góða skemmtun!