Að elska sterkar konur og karlmenn


Þú mátt kalla hana ofdekraða prinsessu - þú hefur líklegast rétt fyrir þér. Hún þekkir sín eigin gildi og er fullmeðvituð um hversu mikils virði hún er. Hún krefst þess sama af þér. Hún er sterk kona. Sumir vilja meina að hún sé flókin...
 
Tökum í burt allt kjaftæðið og kíkjum á nokkur atriði. Svona elskar þú flókna og sterka konu. Og hún þig. 
 
Fyrst af öllu, vertu opinn og heiðarlegur
 
Það er mjög líklegt að hún muni stöku sinnum draga teppið upp yfir haus og draga síg í hlé frá umheiminum, þar ert þú meðtalinn. Láttu hana í friði. Hún skilar sér...
 
Hún mun líklegast vilja að þú vitir hvernig henni líður, án þess að vilja endilega segja þér frá því. Þessi hluti mun vera ákveðin áskorun í sambandinu fyrir ykkur bæði. Einfaldlega vegna þess að opin samskipti eru nauðsynleg til að tveir einstaklingar nái að skilja hvort annað og til að koma í veg fyrir misskilning.
 
Talaðu við hana um tilfinningar þínar og hugsanir, hún fílar það. Og vertu óhræddur við að spyrja spurninga. Hún mun þakka þér fyrirfram.
 
Sú staðreynd að hún deilir sama kyni, gerir hana ekki að vinkonu sinni
 
Á hinn bóginn, sérhver kona með bein í nefinu mun segja þér að allar konur
noti sínar eigin aðferðir, sem þær nota í samskiptum við hitt kynið. Þær mun líka segja þér að við konur erum afar ólíkar í hugsun -viðurkennum þetta bara strax.
 
 
"Eða tökum þetta skrefi lengra og viðurkennum að öll okkar vinar- og ástarsambönd, eru auðveldari vegna yfirlýsingarinnar hér að ofan um opin samskipti - 
Opin samskipti og heiðarleg eru nauðsynleg til að tveir einstaklingar nái að skilja hvort annað. Það er bara þannig." 
 
 
 
 
 
Veittu einlæg hrós sem þú týnir ekki upp af götunni ...
 
Allir þurfa á hrósi að halda. Allir. Ef til vill þarf sterka konan þín fleiri hrós en meðal daman...Já, hún er sterk. Sterk kona sem innst inni þráir ást, umhyggju og athygli, meira en allt annað.
 
Ef þú telur þig ekki geta ráðið við þetta. Hættu strax í sambandinu. Og gangi þér glimrandi vel með að ná þér í nýja dömu -eða elskuhuga -sem nýtur þess ekki að fá fallegt hrós, stöku sinnum.
 
Vertu samt einlægur og róaðu þig á niðursoðnum hrósum á færibandi, sem oftar en ekki finnast á víðavangi, þið skiljið. Og er skilgreint sem sorp. 
 
 
Gott að hafa á bakvið eyrun
 
Ef hún spyr þig hvernig hún lítur út áður en þið farið út, þá er auðvitað langbest að vera heiðarlegur og láta hana alls ekki ganga út úr húsi með klósettpappír undir skónum eða opin rennilás (að aftan) - en hér skal sýna varkárni - Hún er að leitast eftir hrósi í 99.9% tilvika. Hafa þetta á hreinu!
 
Styrkur, eins og svo margir persónulegir eiginleikar, eru huglægir. Ég skilgreini konu sem býr yfir styrk, sem manneskju sem veit hvað hún vill, sem er óhrædd við að mæta áskorunum og ber ábyrgð á lífi sínu og gjörðum.
 
Í stuttu máli, ef þú ert að leita þér að konu (eða manni) kíktu í áttina að viðkomandi ef hún er skemmtileg, ástríðufull, dugleg og jákvæð og og og osfrv. Finndu til alla þá kosti sem þér finnast vera jákvæðir í fari konu, manns. 
 
 
 
 
Hvernig elskar þú konu, eins og þessa? Nú kemur auðveldi hlutinn:
 
Þú verður að vera "sterkur" líka. Og ástæðan er ekki flókin...
 
Sterk kona þarfnast félaga, jafningja og einhvers sem skorar á hana þegar þörf er á. Er traustsins verður -án þess að breytast í leðju þegar harðnar í dalnum.
 
Sterk kona þarfnast félaga sem er nógu sterkur, til að ganga með henni í gegnum lífið  -ekki draga hana eða toga í höndina á henni og reyna að stjórna för - sama á við um hana, hún eyðir ekki tíma sínum í að leiðbeina þér heldur. Nema að þú biðjir um það.
 
Ég held að það sé ekki til neitt sem heitir flókin kona. Eða flókin karlmaður. Ef þú hugsar þetta, ef kona/maður er nokkurn veginn með sjálfa sig og sitt á hreinu, þekkir langanir sínar, vonir og þrár -er þá ekki líklegra að það verði minna vesen á henni/honum? Klárlega minna af drama, dúkkulísum, drasli og dóti...
 
Erum við ekki öll flókin á okkar eigin forsendum,  með öll okkar litlu sérviskukorn....Er flókið ekki aðeins munnleg skilgreining? Hvað er svona flókið?
 
Er flókinn einsktaklingur kannski þverskurður allra einstaklinga sem svo gerir fólk einstakt eða sérstakt? Einkennileg tilviljun í þínum huga sem verður til þess að þið hittist, viljið þekkja hvort annað og kannski elska?
 
 
"Við búum öll yfir okkar eigin persónulega styrk -og ástin snýst einfaldlega um það að finna aðra manneskju sem viðurkennir styrkleika þína og vill ekkert frekar en hjálpa þér við að eflast enn frekar á öllum sviðum lífs þíns."
 
 
Vel getur verið að ástin sé flókin, en ég er ekki svo viss um að við mannfólkið séum eitthvað sérstaklega flókið fyrirbæri. Ég held að ástin verði flókin vegna allra þessa forvitnu og tilfinningaþrungnu einstaklinga sem eiga í hlut.
 
 
 
En eitt veit ég: Það er gott að elska!