Hunang býr yfir lækningamætti


Hunang er ekki aðeins afbragð í kroppinn, það býr yfir lækningamætti líka. 
 
Skoðaðu hvað hægt er að gera heima, með eina litla sæta hungangskrukku sér við hönd.  
 
Ertu með hálsbólgu?
 
Þá er gott að að sjóða saman 1/2 bolla af hunangi, 1/2 bolla af sítrónusafa og 1/2 bolla af ediki. Drekkist volgt. Mýkir upp og róar hálsinn.  
 
Timbruð/timbraður?
 
Hunang slær á timburmenn. Best er að skella einum banana og 2 msk af hunangi saman við uppáhaldsmjólkina þína og skella í blandarann. Drekka strax. 
 
Pissar barnið þitt undir?
 
Hunang er róandi. Settu eina teskeið í volgt vatn og gefðu barninu þínu fyrir svefninn. 
 
Þarftu að fríska upp á húðina?
 
Stappaðu saman einn banana og bolla af hunangi vel. Berðu á andlitið og láttu maskann bíða í minnst fimmtán mínútur. Skolaðu af með volgu vatni og hreinum klút. Húðin verður skilkimjúk á eftir. 
 
Slitnir hárendar?
 
Velgið 1 matskeið af hunangi og eina matskeið af kókósolíu (eða olífuolíu) og berið í slitnu endana. Látið bíða um stund. Ef endarnir eru mjög slitnir er auðvitað best að fara í klippingu.