Deviled Eggs - í lit! - Þrjár tillögur að gómsætri fyllingu


"Deviled Eggs" eru frábær viðbót á veisluborðið eða bara eitt og sér.
 
Þessi sem sýnd eru á myndinni hér til vinstri eru sniðug og hægt að nýta sér þessa hugmynd í ákveðin þema. Þau koma nefnilega í lit og það er lítið mál. Eggin eru harðsoðin og látin kólna vel. Rauðan hreinsuð úr eftir að búið er að skera í tvennt, langsum.
 
Glös með vatni til hálfs og matarlitur að smekk. Setjið eggja-hálfmánana ofan í og hyljið alveg.  Látið þorna í klst. Eru ekki að koma páskar? Gult er kannski málið...?
 
Og svo má setja fyllinguna- hér eru þrjár góðar uppskriftir að fyllingu:
 
 
Ef þú ert í skapi fyrir klassískan; „Deviled Eggs“ þá er þetta rétta uppskriftin:
 
 
 
Innihald:
 
• 6 harðsoðin egg
• majones -rétt aðeins til að mýkja fyllinguna
• 1 tsk sinnep
• 1 lítin stilk sellerí
• paprika
 
Öllu blandað saman (fínt að nota matreiðsluvél, en auðveldlega hægt að skera smátt með hníf) og sett í eggjarhálfmánana með annaðhvort teskeið eða rjómasprautu. 
 
Guacamole; Deviled Eggs:
 
 
 
 
Mjög einfalt. Blandið saman hráefninu, sem áður hefur verið skorið smátt og setjið í hálfmánann. Akkúrat einn munnbiti.
 
Innihald: 
 
• harðsoðin egg
• guacamole
• svartar olívur sneiðar og ferskur rauður pipar, niðurskorin.
 
 
Fullkomlega fyllt; Deviled Eggs
 
 
Sellerý, laukur og bacon er undirstaðan í þessari uppskrift. Fullkomið fyrir partýið. Uppskriftin miðast við 6.
 
Innihald: 
 
• 6 stór egg - harðsoðin
• 4 saltkex, vel mulin (Tuc eða Ritz t.d.) Bacon bragðið klikkar aldrei frá Tuc. 
• 1 msk laukur, fínt skorin
• 2 msk sellerý, mjög fínt skorið 
• 2 msk bacon, fínt skorið og steikt. (eða þurrt)
• 1/2 tsk sinnep
• 1/3 bolli majónes
• salt og pipar, að smekk
• fylltar olívur - smátt skornar
• Paprika
 
Eins og áður, en allt mixað og blandað vel saman. Og fyllinginin sett í eggin. Gott er að láta standa í eina klukkustund með plastfilmu yfir áður en borið er fram.
 
Verði ykkur að góðu!