Karfa full af listaverkum eftir þig


Búin að öllu fyrir páska? Skellum í eina fallega körfu á stofuborðið eða til að gjafa. Fljótlegt og hrikalega cool. Við gerum þetta á núll komma núll núll einni.
 
Ævintýralega auðvelt og fljótlegt að útbúa körfu stútfulla af listaverkum eftir þig. Og alls ekki bundið við páska. Smart er að líma silkiborða utan um eggin og jafnvel búa til óróa.
 
Þú þarft harðsoðin egg - matarlit, eða kaffi - teygjur eða band, þú finnur út úr þessu. Flott að nýta gamla blúndur og og og...notaðu ímyndunaraflið.
 
Góða skemmtun.
 
 
heida@spegill.is