Vatn er ekki bara vatn -fjölmargir möguleikar!


Sú næring sem við þurfum er vatn. Þessi drykkur sem rennur áreynslulaust út um kranann heima hjá okkur öllum er lífsnauðsynlegt næringarefni. Við getum lifað mun lengur án matar en vatns. Það er staðreynd. Jafnvel þótt það sé ekki næringarefni sem slíkt.
 
Til að viðhalda líkamsþyngd sem og í baráttu við hin dásamlegu aukakíló þá er mjög mikilvægt að drekka mikið vatn. Á hverjum degi á að drekka um 2 lítra af vatni að minnsta kosti. 
 
Það hlutverk sem vatnið gegnir er mjög mikilvægt. Það svalar þorsta okkar á svo marga vegu. Aðstoðar meltingarkerfið við að vinna úr þeirri fæðu sem við borðum og skila henni frá okkur. Það kælir niður líkamann meðan á áreynslu stendur. 
 
 
Með því að drekka vatn reglulega er hægt að forðast óþarfa nart á milli mála þar sem vatnið dregur úr matarlyst. Vatnið flæðir um líkama okkar og kemur næringarefnum til frumnanna og úrgangsefnum frá þeim.
 
Vatnið smyr einnig liðamótin og viðheldur heilbrigði og litblæ húðarinnar. Auk þess að draga úr myndun nýrnasteina. Það viðheldur einnig blóðmagni og linar höfuðverki. Eins og sést hér er vatnið okkur alveg nauðsynlegt og allir þurfa að huga að því að drekka nóg af vatni.
 
 
Alla daga eigum við að velja okkur frítt vatn úr krananum og njóta þess sem við höfum aðgang að.
 
Hins vegar getur reynst erfitt fyrir marga að byrja á því að auka vatnsdrykkjuna. Auknar klósettferðir og tilhugsunin um að vera ávallt á verði til að innbyrða meira af vatni en vaninn segir til um getur reynst fólki erfitt. Eftir stuttan tíma rennur sú viðleitni út í vaskinn samhliða vatninu sem á að fara inn um varir okkar.
 
 
 
Það er margt til ráða til að gera vatnsdrykkjuna auðveldari og jafnvel meira spennandi fyrir hugann og augað. Ég miðla þá að sjálfsögu af minni eigin reynslu og veiti ykkur auðveld og grípandi ráð til að auka drykkjuna svo um munar.
 
Að breyta venjulegu vatni í sjónarspil er svo auðvelt. Þú fylli könnu af klaka og grípur það sem til er í ísskápnum eða frystinum af ávöxtum og skerð niður og setur út í könnuna.
 
 
Það getur oft verið leiðinlegt að hella sér vatni í glas, þið skiljið. Það er ekkert að gerast nema það að drekka vatn. Mikil vatnsdrykkja getur auðvitað orðið einhæf til lengdar og mann lengir eftir einhverju ferskara bragði með vatninu. Frábært er að fá sér sódavatn. En lausnin er líka fólgin því að fegra vatnsdrykkjuna með ofangreindum ráðum. Litadýrðin er falleg ásamt klökunum í vatninu.
 
Frosin jarðaber og hindber saman. Skerum hluta af því niður og leyfi hinum að vera heilum. Þá kemur ferskur keimur af vatninu og þú verður sólgnari en ella í meira vatn og þá er tilganginum náð fyrir þann dag að ná tilsettri aukningu af vatni. Allir vinna bæði þú og þinn líkami.
 
 
Eplavatn er vinsælt. Einfalt og þægilegt, sérlega bragðgott. Leyfið hugmyndarfluginu að njóta sín og fegrið vatnið og bragðbætið það.
 
Það er mjög góð lausn fyrir þá sem eru gjarnir á að fá bjúg að útbúa hið dásamlega sítrónu- og engifervatn. Gerist vart einfaldara. Skerið niður sítrónu í báta og afhýðið 5 cm bút af engifer og setjið í könnu ásamt klaka. Ferskt og framandi en umfram allt losar um bjúg og óþægindi sem fylgir slíku.
 
Agúrka skorin niður í strimla, og sítróna er líka dásamleg blanda.
Fersk í alla staði.
 
 
 
Skál í vatni!