Grænt te fyrir hárið


Við erum mættar með enn eina hárnæringuna...heimatilbúna. Áttu grænt te?
Ekki? Farðu þá út í búð...lestu svo áfram.
Settu tvo poka af teinu græna og góða í 2 bolla af sjóðandi vatni. Þegar teið hefur kólnað, fjarlægðu pokana.
 
Helltu nú teinu gegnum hárið. Láttu sitja í þrjár mínútur áður en þú skolar með volgu vatni. Það verður smá grænn ilmur af þér en það er bara betra.