Konur fæðast með betra lyktarskyn en karlar


Hér á eftir fara nokkrar, sumar furðulegar staðreyndir um mannslíkamann:
 
Hver og einasta manneskja á sér sína eigin persónulegu lykt. Nema eineggja tvíburar. Þeir fá úthlutað sömu lyktinni.  
 
Konur fæðast með betra lyktarskyn en karlar og þannig helst það út ævina. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun nákvæmari þegar kemur að því að finna lykt af einhverju. Konur þekkja betur ma,: vanillu-, cinnamon-, og kaffilykt. Það eru um tvö prósent af mannkyninu sem finnur alls enga lykt.
 
 
Nefið þitt nær að muna eftir 50,000 mismunandi lyktir. Margar af þeim lyktum sem við munum tengjast minningum.
 
 
Mánudagur er sá dagur vikunnar sem hætta á hjartaáfalli er hvað mestur.Tíu ára rannsókn sýndi fram að að 20% fleiri fá hjartaáfall á mánudögum en nokkrum öðrum vikudögum. Of gaman um helgina eða kannski bara óþarfa stress að mæta aftur í vinnu?
 
 
Manneskjan getur „funkerað“ lengur án matar en svefns. Það er að segja ef hún drekkur vatn. Að meðaltali getur manneskjan lifað í einn til tvo mánuði án matar. Eftir ellefu daga vöku ertu orðin ansi utangátta....
 
 
Yfir 90% af öllum sjúkdómum er hægt að rekja til of mikils álags eða stress. Of mikið stress getur valdið þunglyndi, of háum blóðþrýstingi og hjartasjúkdómum/áföllum.
 
 
Askan af meðalmanneskju vegur um 4 kíló. Það sem „þyngir“ okkur er mikið magn vatns í líkamanum. Við brennslu, eyðist vatnið og vefjir, þannig að það verður ansi lítið eftir af okkur.
 
 
Hár og neglur halda ekki áfram að vaxa eftir að við deyjum. Hárið virðist þó síðara og neglurnar líka, það er vegna þess að húðin dregst saman.
 
Þegar við höfum náð sextugs aldri höfum við misst um helming af bragðskynjun okkar. Þú ættir kannski ekki alveg að treysta á eldamennsku ömmu gömlu?
 
 
Augun þin halda sömu stærð frá fæðingu, en nef og eyru hætta aldrei að stækka og vaxa. Þegar börn horfa á þig með þessum dýrlegu stóru augum, þá eru þetta augun sem þau munu bera í sömu stærð það sem eftir lifir.
 
 
Í kringum sextugsaldurinn munu 60% af karlmönnum og 40% af konum hrjóta. Normal hrotur mælast í um 60 desibil, þær sem eru orðnar frekar óþægilegar eru um 80 desibil.