Ertu kvíðinn eða full/ur af streitu?


Þegar streita nær tökum á fólki, örvar sjálfvirka taugakerfið alls konar starfsemi. Hjartsláttur verður örari, öndun hraðari og svitamyndun fer í gang. 
 
Þetta eru viðbrögð líkamans við utanaðkomandi áreiti, til dæmis hættu. Streituviðbrögð gera okkur kleift að berjast eða flýja af hólmi þegar hætta steðjar að. Þau búa okkur undir átök.
 
Þessi viðbrögð líkamans stuðla að því að viðhalda samvægi. Aukin svitamyndun þýðir að vöðvar kólna, en það kemur í veg fyrir að þeir ofhitni við aukna spennu.
 
Nútímamaðurinn lendir kannski ekki oft í slíkri lífshættu að hann verði að berjast eða flýja, en andlegt álag er oft mikið. Það vekur sömu streituviðbrögð. Kvíði eða önnur andleg streitueinkenni getur meðal annars haft í för með sér aukna svitamyndun.
 
Sumir vinna vel undir álagi og leita í aðstæður sem pressa á; svo sem að geyma verkefni fram á síðustu stundu. Alvarlegra er að vera haldinn kvíða sem nagar og dregur úr kjarki og þori.
 
Hann getur verið algjörlega að tilefnislausu eða orsakast af atvikum og kringustæðum. Í sumum tilvikum getur hugsun sem beinist að einhverju óþægilegu valdið kvíða.
 
Sjúklegur kvíði eða ótti eru óþægilegar tilfinningar og leiða oft til mikils sársauka. Þess vegna kvíða margir fyrir og óttast kvíðann. Vítahringur vægast sagt.
 
Ef þú ert kvíðin/n úr hófi fram, talaðu við lækni. Þiggðu hjálp og byggðu upp styrkinn þinn á ný.
 
Langvarandi kvíði sem ekkert er gert við, getur leitt til þunglyndis og/eða vöðvabólgu. Jafnvel óhóflegrar áfengisneyslu eða lyfjanotkunar. 
 
Það viljum við ekki.