Svona losnar þú við GULAR neglur


Ég var að hreinsa af mér naglalakkið sem orðið var heldur aumingjalegt.
 
Fékk pent áfall, undan litnum kom annar og afar óskemmtilegur litur. Ljósgulur. 
 
...ekki lekkert.
Að gefa nöglunum frí frá naglalakki hjálpar til ef þú vilt síður fá gulu slæðuna í heimsókn en þessi guli litur myndast frekar þegar við notum dökka liti á neglunar.
 
Að nota naglalakk stöðugt er heldur ekki gott fyrir neglurnar, þær eiga það til að springa frekar og klofna. En hér eru nokkur vel þjöluð ráð fyrir neglur:
 
Leggðu hendurnar í bleyti í vökva sem samanstendur af sítrónusafa og ediki. Sýran mun hjálpa til við að losa þig við gula litinn. Edikið mýkir naglaböndin.
 
Einnig er hægt að búa til einskonar kremblöndu úr bökunarsóda og vatni og bera á neglurnar. Láttu standa í hálftíma til klukkutíma. Til dæmis meðan þú glápir á kassann. Hreinsaðu af með volgu vatni. Bökunarsódinn hefur náttúruleg „hvíttunaráhif“.
 
Vissirðu að tannkrem sem „hvíttar“ tennur, virkar líka á gular neglur? Ekki ósvipað og klór.
 
Hvað svo sem þú kýst að nýta þér hér að ofan, mundu eftir nudda rakakremi á neglurnar eftir á, til að koma í veg fyrir að þær brotni og klofni enn frekar.
 
Í framtíðinni er gott að hafa í huga að byrja alltaf á að setja glært lakk eða „base coat“ undir naglalakkið. Það verndar neglurnar og styrkir og kemur í veg fyrir þennan gula ósóma sem sest á neglunar, óvelkominn.