Geggjaður gulrótardrykkur


Í þessum heilsusamlega orkudrykk eru það gulræturnar sem eru í aðalhlutverki.
 
Gulrætur eru þvagörvandi og hjálpa til við að losa við bjúg og blöðrubólgu. Gulrætur draga úr eituráhrifum og eru því hentugar gegn exemi og unglingabólum. Þær eru einnig sagðar geta haft góð áhrif á liða- og þvagsýrugigt.
 
Slímlosandi eiginleikar gulróta hjálpa til við að leysa upp og losa slím úr brjósti vegna kvefs, bronkítis og asma.
 
Andoxunarefnin sem gulræturnar innihalda, örva einnig ónæmiskerfið og hjálpa til við að hindra skemmdir sem stafa af stakeindum.
 
Gulrætur vernda okkur einnig gegn hrörnunarsjúkdómum, einkum í hjarta- og æðakerfi. Ef borðaðar eru 1-2 gulrætur daglega er unnt að lækka kólesterólmagn blóðsins og stuðla þannig að vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
 
Skellum saman í einn ljúffengan heilsudrykk í tilefni dagsins. 
 
 
Eina sem við þurfum er:
 
1 bolli gulrætur
1/2 bolli eplasafi
1/4 bolli eplamauk
1/4 bolli frosin berjablanda
Ferskt engifer
 
Við byrjum á að sjóða gulræturnar. Auðvitað best að vera búin að því, annars þarftu að kæla þær vel fyrir notkun.
 
Settu einn bolla af soðnu fínu gulrótunum og hálfan bolla af eplasafa í blandarann.
 
Skelltu því næst saman við, einum fjórða úr bolla af eplamauki og sama magni af frosinni berjablöndu.
 
Loks 5 sentimetra bita af engifer, sem hefur áður verið skrælt og skorið niður, frekar smátt.
 
Þegar hráefnið hefur náð að blandast vel, skellum við þessu í glas og....?
 
Já einmitt, við drekkum.
 
Verði ykkur að góðu.
 
heida@spegill.is