Losaðu þig við feita og grófa húð með náttúrlegum aðferðum!


Það getur verið hvimleitt að hafa feita húð. Hún er líklegri til að vera grófari með stórar og sýnilegri svitaholur. Fullyrt er að þessir heimagerðu maskar stórbæti ástand húðarinnar, kostar allavega minna en kúk og kanil að prófa:

 

Matarsódi og vatn

  • 2 msk.af matarsóda og 2 msk af vatni.
  • Hrærðu vel saman.
  • Berðu á húðina og láttu standa í minnst 15, mínútur.
  • Þessi blanda mun strekkja húðina og þurrka umfram fitu.
  • Hreinsaðu vel af með köldu vatni og hreinum klút.

 

Sítrónusafi og eggjahvíta 

  • Tvær eggjahvítur og nokkra dropa af sítrónusafa.
  •  Blandaðu vel saman.
  • Berðu maskann á andlitið og láttu standa í nokkrar mínútur eða þar til orðin þurr.
  • Hreinsaðu vel húðina með köldu vatni og hreinum klút.

 

Heimild og fleiri uppskriftir