Fullnæging án kynlífs


Ef þetta fær ekki konur til að vilja æfa, þá mun ekkert gera það...eða hvað?
 
Fyrsta rannsókn sinnar tegundar hefur leitt í ljós að það að æfa getur framkallað fullnægingu hjá kvenmanninum og kynferðislegan unað og þú þarft ekki einu sinni að fantasera.
Þær æfingar sem helst kunna að vekja þessa vellíðan virðast vera magaæfingar, að klifra staura eða kaðla, hjóla og lyfta lóðum. Þetta segir okkur svo aftur að fullnægingin (þið vitið stelpur þetta góða þarna), þarf ekki endilega að tengjast kynlífi. Hmmm...
 
Kitlið ef við klifrum kaðla eða sitjum á hjóli getur hugsanlega verið lykilatriði hér, en eðlilega örvast takkinn okkar litli góði við slíka snertingu. 
 
Þröng æfingafötin geta svo sem líka haft þarna áhrif; þrengt að á meðan við hömumst í magaæfingunum. Taugarnar eru kannski að gera eitthvað án þess að konan gefi til þess leyfi svoleiðis...en hvað? Er þetta ekki bara ágætis viðbót við að æfa til að halda sér í formi?
 
Og þegar upp er staðið að lokinni æfingu er fjöldinn allur af efnum sem vekja vellíðan á fullu rússi um æðarnar...
 
...þetta kalla ég plús. Veit ekki með ykkur. 
  
Já stelpur mínar, nú förum við í málið af alvöru. Ekki satt?