Blómstrandi kynhvöt með réttu mataræði!


Með réttu mataræði getum við aukið úthald okkar og löngun í kynlíf. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað matur er áhrifaríkur þáttur í lífi okkar, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Hér á eftir fara nokkrar fæðutegundir sem auka kynlöngun, -getu og úthald.  
 
En þú vissir þetta nú, eða hvað?
 
Sellerí:
 
Sellerí er að öllum líkindum ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talið berst að kynörvandi matvælum. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi græni stilkur er hlaðinn androsterone hormónum. Androsterone er lyktarlaust hormón sem losnar úr læðingi þegar karlmenn svitna og er um leið það sem örvar konur kynferðislega.
 
Sellerí er best að borða ferskt.
 
Ostrur:
 
Öfugt við sellerí eru ostrur vel þekktar sem kynörvandi matur. Það eru  þó ekki margir sem lystir í þetta slímkennda kvikindi. En það er vel þess virði því að Í ostrum er mikið zink en zink hækkar sæðismagn og örvar testosterone framleiðslu. Ostrur innihalda einnig dópamín boðefnið, en það er vissulega eitthvað sem er afar eftirsóknarvert er að hafa í blóðinu.
 
Að borða ostrur getur verið nokkuð erótísk upplifun og um að gera að láta nú ekki íhaldssemina hafa yfirhöndina í næsta fríi. Ef þú ætlar að gæða þér á ostrum þá skaltu vera viss um að þær séu ferskar og vel kældar. Gott er að kreista sítrónu yfir ostruna hráa. 
 
Bananar:
 
Bananar eru stútfullir af bromelín ensímum sem mun vera afar hressandi fyrir kynhvöt karlmanna. Þeir eru líka auðugir af pótassíum og B-vítamínum á borð við ríbóflavín - sem eykur orku og úthald.
 
Möguleikarnir eru óendanlegir þegar kemur að frambornum banana, láttu hugmyndaflug ráða. 
 
Avókadó:
 
Avókadó er stútfullt af fólínsýru, en sú sýra gefur af sér aukna orku. Vítamínin B6 og pótassíum er líka að finna í ávextinum, en þau virka örvandi fyrir bæði konur og karla.
 
Avókadó er best að borða þegar þau eru rétt þroskuð. Þá sker maður það í tvennt, tekur steininn úr, saltar og kreistir sítrónu yfir eða borðar með kotasælu.
 
Hnetur og möndlur:
 
Hnetur og möndur eru afar ríkar af fitusýrum sem hjálpa karlmönnum við hormónaframleiðslu. Að auki mun lyktin af möndlum hafa kynörvandi áhrif á konur.
 
Prófaðu að kaupa ilmkerti með möndluilmi, settu möndlur í skál á stofuborðið eða í svefnherbergið. Hinkraðu ögn og athugaðu hvort það hafi ekki uppbyggjandi áhrif á sambandið.
 
Möndlur er best að borða eins og þær koma af trénu; Hvorki saltar né sætar. Einnig eru þær prýðisgóðar yfir salat.
 
Mangó, perur og jarðarber:
 
Þrátt fyrir að þessir ávextir innihaldi engin hormón eða sérlega örvandi B-vítamín, eru þeir frábær viðbót á þennan matseðil. Útlit þeirra, lögun og áferð minnir óneitanlega á aðra, öllu forboðnari ávexti.
 
Skerðu ávextina niður í skál og mataðu vinkonu/vin þinn í rólegheitum. Prófaðu að kreista safa í lófann og lofa henni/honum að smakka. Prófaðu hvað sem er...
 
Egg:
 
Egg eru kannski ekkert svakalega sexí, en þau eru mjög auðug af B6 og B5 vítamínum. Þessi vítamín jafna út hormónaflæðið og vinna gegn stressi, en rétt hormónaflæði og lítið stress er tvennt af því sem er nauðsynlegt hverjum karlmanni til að dafna á kynferðissviðinu.
 
Upplagt að búa til eggjahræru handa ástinni sinni og kannski örlítinn reyktan lax með.  
 
Fíkjur:
 
Fíkjur eru ríkar af amínósýrum sem eru kynörvandi og hressandi. Þær gefa aukið úthald og eru bragðgóðar. Þar að auki minnir útlit þeirra óneytanlega mikið á konur. Kíktu bara...
 
Fíkjur eru bestar ferskar og fást stundum í betri matvöruverslunum. Endilega keyptu einn bakka og komdu henni á óvart með spennandi eftimat.
 
Súkkulaði:
 
Konur elska fátt meira en súkkulaði og það eru hugsanlega vísindalegar ástæður sem liggja þar að baki. Í súkkulaði er að finna efni sem kallast á fagmálinu ,,theobromine" en því svipar töluvert til koffíns. Ekki nóg með það, heldur er annað efni í því sem sumir trúa að framkalli sömu tilfinningu og þegar maður verður ástfanginn.
 
Það kunna allir að borða súkkulaði en bráðnað er það sérlega erótískt svo ekki sé minnst á þegar vel þroskuðum jarðaberjum er dýft ofan í heitt fondue.
 
 
heimild; hugi.is