Þurrir og harðir hælar eru ekkert vandamál!


Þurrir hælar og harðir? Ekki smart, en heldur ekki vandamál. Sumar, sandalar og sólin mætt á svæðið og ekki seinna vænna en að skvera sig upp.
 
Hér koma nokkur góð ráð til að losna við harða hæla og þurra...
 
Raspaðu með sandsteini eða til þess gerðri þjöl. Rólega svo mesta dauða skinnið flagni af. Þetta mun kannski taka nokkra daga að gera sig. Haltu bara áfram daglega þar til orðin mjúk og fín. 
 
Heitt fótabað er kjörið í 10-20 mínútur. Settu 3-4 dropa af barnaolíu í vatnið til að auka rakaáhrifin. 
 
Feitt fótakrem og farðu í bómullarsokka. Sokkarnir leyfa fótunum að anda en halda um leið inni rakanum sem kremið gefur. 
 
Endurtaktu þetta  allavega tvisvar til þrisvar í viku. Alveg þar til árangurinn er bersýnilegur og þurra skinnið farið. Notaðu fótakrem daglega, og líka eftir að hælarnir eru orðnir mjúkir.