Ég skora á ríkisstjórn Íslands að gera eitthvað í málunum varðandi löggjöf fyrir kynferðisbrot!


Ég skora á ríkisstjórn Íslands að gera eitthvað í málunum varðandi löggjöf fyrir kynferðisbrot á Íslandi fyrir fullt og allt, það þarf að endurskoða allt ferlið sem að þessi mál fara í og bæta löggjöfinna og gera hana mikið mikið harðari!

 

Það er ekkert létt fyrir þolendur kynferðisofbeldis að kæra, standa í málaferli, fara fyrir dóm og sjá svo gerandan út á götu reglulega af því að hann fékk ekkert nema 2 mánaða skilorðbundinn dóm eða eitthvað álíka, þessu þarf að breyta!

 

Þegar að manneskja lendir í kynferðisbroti þá er eitthvað sem að deyr innra með henni og oftar enn ekki kemur fram sektarkennd og skömm eins og þetta sé þolandanum sjálfum að gera, sem að það er ALLS EKKI!

 

Þolandinn þarf að safna kjarki til þess að stíga fram og segja frá, það getur tekið nokkra klukkutíma, nokkra daga, mánuði, vikur og jafnvel ár. Þegar að manneskjan segir frá þarf hún svo að taka ákvörðun hvort að hún ætli að kæra eða ekki.

 

Ef að manneskjan tekur þá ákvörðun að kæra þarf hún að rifja upp atburðin í smáatriðum þegar að kemur að skýrslutöku en á sama tíma fær hún að heyra að það svo óalgengt að svona mál komist langt, þau séu oftast feld niður hjá ríkissaksóknara (sem að er alls ekki uppbyggilegt að heyra eftir að hafa kært!)


Svo tekur við biðinn mikla, þessi bið er ofboðslega erfið og hún reynir svo mikið á þolandan af því að manneskjan er að bíða eftir því að fá að vita hvað kemur út úr þessu, verður gefinn út ákæra eða ekki.


Svo kemur dagurinn upp þegar að niðurstaðan kemur, því miður er það sannleikur að það er stórhluti mála feldur niður sem að tekur mikið á, en svo eru þessi örfáu sem að komast lengra og fara fyrir dóm.

 

Þó svo að málið sé að fara fyrir dóm þá tekur það líka á þolandann, það þýðir bara að manneskjan þarf að mæta fyrir dómsstól kannski 1,2,3 jafnvel 4 árum eftir atburðinn og þar er ætlast til þess að þolandinn rifji atburðinn upp í smáatriðum með gerandan inn í sama herbergi og sé tilbúin að taka við og svara mjög erfiðum spurningum.

 

Eftir það tekur við önnur bið sem að reynir eins og allt ferlið ofboðslega mikið á og það er biðinn eftir að dómari komi með niðurstöðu og það tekur að minnsta kosti 4 vikur! Ef að málinu er svo vísað til Héraðsdóms eftir það tekur það aðrar 4 vikur í minnsta lagi að fá niðurstöðu í málið.
 

Þetta gerir mig svo ofboðslega reiða,, ég vissi alltaf að kerfið á Íslandi væri meingallað en að það væri virkilega svona gallað hefði mig aldrei grunað! Við erum með handónýtt réttarkerfi sem að þarf að laga, og það þarf að gerast sem fyrst!

 

Þetta er enganveginn í lagi, ég held að ég tali fyrir hönd margra þegar að ég segi að það vill ENGINN sem að kærir kynferðisbrot hlusta á að það séu meiri líkur á að málið verði fellt niður heldur en að það verði tekið fyrir.

 

Ef að málið hinsvegar er tekið fyrir þá er það því miður sorgleg staðreynd að dómarnir hérna á íslandi eru út í hött, við erum enganveginn að taka nógu harkalega á svona málum og það þarf að bæta þetta STRAX, já ég sagði STRAX.

 

Ég veit alveg að þetta er eitthvað sem að er ekkert nýtt, en ég varð að koma þessu frá mér.

 

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir