Hættu að kvarta - Já, í guðana bænum hættu að kvarta!


Hættu þeirri þörf þinni fyrir að þurfa alltaf að hafa rétt fyrir þér. Ekki vinnandi vegur í sjóðheitu hel....osfrv.
 
Hættu allri stjórnsemi. Þú getur ekki möguega haft stjórn á öllum sköpuðum hlutum.
 
Hættu að kenna öllum öðrum en sjálfum/sjálfri þér um það sem miður fer. Taktu ábyrgð! 
 
Hættu að verja sjálfa þig. Gerðu bara þitt besta, stundum ertu ekki alveg upp á þitt besta, en þannig er nú lífið...
 
Hættu að takmarka þig við eigin skoðanir/hugmyndir. Mundu, "The sky is the limit". 
 
Hættu að kvarta. Já, í guðana bænum hættu að kvarta!
 
Hættu að gagnrýna aðra. Já, hættu því! 
 
Hættu að rembast við að gera öðrum til hæfis. Vertu þú sjálf/ur án þess að reyna að ganga í augun á blindum. 
 
Hættu að halda í gamla neikvæða vana. Breyttu þeim! 
 
Hættu að eltast við snobb. Eða merkjasnobb, nema þú hafir efni á því. 
 
Hættu að vera hrædd/ur.
 
Hættu þessum sífelldu afsökunum. Afsökunum fyrir aðgerðarleysi. Taktu áhættu.
 
Hættu að velta þér upp úr fortíðinni. 
 
Hættu að halda í það sem er ekki til neins gagns. 
 
En fyrst og fremst;
 
Hættu að lífa þínu lífi samkvæmt væntingum annarra...
 
 
Ef þú hættir þessu - mun uppskeran verða eitthvað á þessa leið...
 
 
 
 
Botnlaus hamingja!
 
 Fylgist þú ekki örugglega með okkur á Facebook?