Lestu út úr líkamstjáningu fólks hvað það er virkilega að segja þér


Ómeðvituð líkamstjáning fólks getur sagt heilmargt til um hvað viðkomandi er að hugsa. Hvernig viðkomandi líður og einhverjir halda því fram að orðin hafa mun minna vægi en líkamstjáning okkar –eða um 10%.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að fylgjast með:
 
Hversu nálægt stendur viðkomandi?
 
Því nær sem viðkomandi stendur, þeim mun hlýrra er honum til þín. Standi viðkomandi í órafjarlægt, gefur það augaleið: Viðkomandi vill sem minnst af þér vita. Eða stendur á sama.
 
Höfuðhreyfingar eru mikilvægar:
 
Í sumum menningarsamfélögum þykir það bera vott um virðingu að drjúpa höfði.
 
Ef viðkomandi hallar höfðinu að þér og brosir, eru miklar líkur á því að viðkomandi sé að daðra við þig.
 
Með því að halla höfði til hliðar, gæti viðkomandi verið að reyna að sannfæra þig um heiðarleika sinn.
 
Halli höfuð viðmælenda þíns niður á við. Er hugsanlegt að hann hafi eitthvað að fela.
 
Ef höfuðið á þeim sem þú talar við hallar óvenjulega mikið til hliðar, gæti það verið merki um samúð.
 
Halli hann höfði á þennan hátt eftir hrós, er viðkomandi hugsanlega feimin/n og/eða óframfærin/n. Gerist það eftir útskýringu hjá viðkomandi, er hann hugsanlega ekki alveg 100% viss í sinni sök.
 
Sé höfuðið mjög sperrt og spennt, gæti viðkomandi verið ráðvilltur.
 
Hvert horfa augun?
 
Í sumum menningarsamfélögum er það hreinn og klár dónaskapur að horfa í augun á fólki.
 
Ef fólk sem þú ert að tala við horfir undan í sífellu, er það að öllum líkindum með hugann við eitthvað annað. Sumir vilja meina að þeir sem horfa sífellt undan (t.d. á fyrirlestrum) geri það til að muna hlutina frekar.
 
Það er enginn trygging fyrir því að þótt viðmælandinn þinn horfi stíft í augun á þér að hann sé ekki að ljúga. Lygarar horfa að öllum líkindum í augu þín, en líta þó reglulega undan. Sumir sem ljúga horfa óeðlilega mikið í augu manns til að dylja svik sín.
 
Speglar viðkomandi hreyfingar þínar?
 
Takir þú eftir því að viðmælandi „hermir“ eftir þér –eða speglar þig, er hugsanlegt að viðkomandi hafi áhuga á þér.
 
Eru handleggir krosslagðir?
 
Krosslagðar hendur gætu verið merki um að viðkomandi er tilbaka, eða feimin/n.
Einhverskonar vörn fyrir áhrifum úr umhverfinu sem sumir hafa tileinkað sér.
 
Sagt er að hægt sé að greina 250.000 svipbrigði í einu andliti og um 17 tegundar brosa. Svipbrigði okkar er einskonar alheimstungumál . Bros er allstaðar bros.
 
Skoðaðu andlitsvöðvana á viðmælenda þínum. Hvort þeir stífna og/eða hvernig andlitsdrættirnir mýkjast og broshrukkur myndast. Hvort andlitið tjáir gleði eða sýni reiði. Mjúkir drættir í andliti eru merki um að viðkomandi sé þér vinveittur.
 
Brosandi munnur án geislandi augna er lítilsvirði. Falskt bros er alls ekki traustvekjandi.
 
Ef viðkomandi lyftir og eða lætur augabrúnirnar síga, hratt og ótt –gæti það gefið til kynna undrun. Jafnvel vanþóknun.
 
Ef viðkomandi lyftir augabrúnunum og deplar öðru auganu á sama tíma er það talið vera daður.
 
Að viðkomandi snertir nef sitt á meðan hann talar, er líklegt að hann sé með ló í nebbanum –eða kannski er viðkomandi að ljúga.
 
Staðreynd mun vera að þegar fólk lýgur meðvitað verður til mikið blóðflæði sem berast til fínu háræðanna í nefinu. Og veldur þannig pirringi.
 
 Fylgist þú ekki örugglega með okkur á Facebook?