Tungumál ástarinnar - örsaga


Við deildum saman lífi. Ég og þú. Og líkt og bútasaumsteppi sem togast til og frá þegar við sofum, toguðum við í hvort annað. Í þessa áttina eða hina.
 
– Þú kallaðir mig stundum „teppaþjóf“...
 
Við deildum saman flösku af víni, fríunum okkar og innstu leyndarmálum og þrám.
 
Ég hreinsaði til í bókaskápnum, safnið þitt smellpassaði við mitt.
 
Við deildum gleði og sársauka. Stundum barst þú mig á höndum þér. Og stundum bar ég þig.
 
Í nótt, mun ég anda þér að vitum mér, þegar þú sefur. Höfuð mitt mun hvíla á öxl þinni. Fullkomið.
 
Við verðum andvaka í nótt, ég og þú.
 
 Án þess að vita af hvort öðru...
 
 
 
...love is you!
 
 Fylgist þú ekki örugglega með okkur á Facebook?