Gagnlegar mælieiningar í eldhúsinu


Rakst á áhugaverðan lista sem vert er að deila hér. Alls konar samanburður á mælieiningum til að brúka við bakstur og eldamennsku. 
 
Mundu eftir honum næst þegar þú lendir í vandræðum með mál og vog!
 
Þyngd og rúmmál
 
1 kg = 1000 g
 
1 g = 1000 mg
 
1 ltr = 10 dl =100 cl
 
1 dl = 10 cl = 100 ml
 
1 dl = 6 msk
 
1 msk = 3 tsk
 
1 tsk = 5 ml
 
1 krm= 1 ml
 
( 1 tebolli = um 2,5 dl)
 
(1 kaffibolli = um 1,5 dl)
 
(1 pund = 454 g)
 
Matarfeiti og olíur
 
1 dl smjör eða smjörlíki = 95 g
 
1 dl olía = 90 g 
 
Sykurvörur
 
1 dl strásykur =85 g
 
1 dl síróp =140 g
 
1 dl flórsykur =60 g
 
1 dl púðursykur =70 g
 
1 dl hunang =120 g
 
Mjöl og bökunarvörur
 
2 egg= um 1 dl
 
3-4 eggjahvítur = um 1 dl
 
5 eggjarauður = um 1 dl
 
1 dl haframjöl = 35 g
 
1 dl hnetur= 50 g
 
1 dl hveiti = 50 g
 
1 dl kakó 40 g
 
1 dl kartöflumjöl 80 g
 
1 dl kókosmjöl = 35 g
 
1 dl möndlur = 50 g
 
1 dl rúsínur = 60 g
 
1 dl salt =125 g
 
1 tsk þurrger = 10 g pressuger
 
Athugið: Rúmmál hveitis getur verið breytilegt eftir tegundum, því er best að vikta það.
 
Ýmislegt
 
1 dl rifinn ostur = 35- 40 g
 
1 dl hrísgrjón (ósoðin)  80 g
 
Hitastig ofns
 
Flestir ofnar hérlendis hafa Celsíus (°C) hitastillingu, en ofnar með Fahrenheit stillingu sjást þó. Styðjast má við eftir farandi töflu þegar umreikna þarf hitastig.
 
 
Celsíus------------Fahrenheit
 
50°------------------------122°
 
100°-----------------------212°
 
150°-----------------------300°
 
200°-----------------------392°
  
Þegar eldað er eða bakað eftir bandarískum uppskriftum lendir fólk stundum í vandræðum með mælieiningar. Bandaríkjamenn nota bollamál mjög mikið og stærðin er að sjálfsögðu stöðluð – einn bolli svarar til 237 ml. Yfirleitt er þó ekki þörf á svo mikilli nákvæmni og ef í uppskriftinni segir einn bolli er því gjarna breytt í 250 eða 225 ml (2 1/2 eða 2 1/4 dl). Staðlað íslenskt bollamál er hins vegar ekki til og þetta veldur því oft ruglingi.
 
Hvað er mikið í einum bolla?
  
Ýmislegt sem Bandaríkjamenn mæla gjarnan í bollum, svo sem saxað grænmeti og ávexti, mælum við frekar eftir vigt eða í stykkjatali. Hér er listi yfir nokkrar algengar hráefnistegundir:
  
1 amerískur bolli er um það bil:
 
1 bolli apríkósur, þurrkaðar — 150 g
 
1 bolli bananar, stappaðir — 2 meðalstórir
 
1 bolli blómkál, skipt í litla kvisti — 150 g
 
1 bolli epli, rifin eða söxuð — 1 meðalstórt
 
1 bolli flórsykur — 160 g
 
1 bolli gulrætur, rifnar — 1 1/2-2 meðalstórar
 
1 bolli hnetur, grófsaxaðar eða muldar — 125 g
 
1 bolli hveiti — 140 g 1 bolli hvítkál, skorið í ræmur — 125 g
 
1 bolli jöklasalat, rifið eða saxað — 60 g
 
1 bolli kjöt, soðið, í bitum — 150-175 g
 
1 bolli kotasæla — 200 g
 
1 bolli laukur, saxaður — 2 meðalstórir
 
1 bolli maískorn — korn af 2 kólfum
 
1 bolli ostur, rifinn — 125 g
 
1 bolli paprika, söxuð — 1 stór
 
1 bolli púðursykur — 175 g
 
1 bolli smjör — 225 g
 
1 bolli spergilkál, skipt í litla kvisti — 80-100 g
 
1 bolli sveppir, saxaðir — 80-100 g
 
1 bolli sykur — 225 g
 
1 bolli tómatar, saxaðir — 2 meðalstórir
 
Svona listi verður auðvitað aldrei nákvæmur en það er gott að hafa hann til hliðsjónar.
 
Svo er þér að sjálfsögðu velkomið að prenta listann út!