Hvort er mikilvægara í þínum huga, ástin eða starfsframinn?


Ókunnug manneskja er komin til að heimsækja mig. Hún segist tengjast mér fjölskylduböndum.
 
En ég á enga fjölskyldu. Ekki eiginkonu, engin börn, ekki foreldra, engin systkin. Ég hef aldrei séð þessa manneskju áður. Get þó ekki neitað að það hljóta að vera einhver tengsl okkar á milli. Hún hefur gráu augun mín, rauðleita hárið, sérstöku hökuna og há kinnbeinin.
 
Hún er blíð og nærgætin í framkomu og tekur augljóslega nærri sér að sjá mig í þessu ástandi. Hún segist vera miður sín yfir að hafa ekki hafa haft tækifæri á að hitta mig fyrr, tárast yfir ástandi mínu. Hlý hönd hennar á minni, er mér allt á þessu augnabliki.
 
Hún segir mér frá lífi sínu. Hversu hamingjusama æsku hún átti með fjölskyldu sinni. Hversu vel henni gekk í framhaldsskóla, hversu mikilvægt það hefði verið að eiga föður sem hvatti hana á einhvern undanlegan hátt til dáða með vinnusemi sinni.
 
Hún segir frá erfiðri reynslu í ástarmálum og hversu síðar hún hafði uppgötvað raunverulegan kærleika og ást. Ég finn fyrir gleði hennar þegar hún segir mér frá, þegar hún varð ástfangin af konu og þrátt fyrir íhaldssamar skoðanir mínar á þeim lífstíl, get ég ekki annað en heillast af einlægni hennar og samgleðst yfir hamingju hennar.
 
Hún spyr mig út í líf mitt. Æsku mína, sem var ekkert í líkingu við hennar, heldur umlukin ótta frá helvíti og barsmíðum. Æsku sem seinna meir hafði þær afleiðingar að ég þurfti sífellt að vera að sanna mig fyrir öðrum.
 
Ég segi henni frá að þegar háskólanámi lauk hafi mér verið létt. Og að sífellt hafi ég þurft að vera að sanna mig. Sagði henni frá frama mínum, stúlkunni sem ég elskaði, draumabrúðkaupinu okkar og heimili. Frá öllum okkar framtíðardraumum og -áformum.
 
Útskýrði fyrir henni að þegar mér hafi boðist draumastarfið í öðru bæjarfélagi, að þá hafi tilvonandi eiginkona mín ekki viljað koma með mér. Fjölskylda hennar og vinir voru henni meira virði en ég og þegar hún hafi beðið mig að vera áfram og hafna starfinu, leit ég það sem mistök. Ég gaf skít í hana og tók starfinu.
 
Sagði henni frá því hvernig ég hafi einbeitt mér af öllum krafti að starfsframa mínum til að deyfa sársaukann sem ég fann í hjarta mínu. Deildi með henni hversu gríðarlegri velgengni ég hafi náð, sem ég svo gat ekki deilt með neinum sem ég elskaði. Sagði henni að ég hefði átt fjölmargar kærustur, en hafi þó aldrei fundið ástina á ný.
 
Þegar ég horfi í augu þessara ókunnu manneskju finn ég fyrir einlægri ástúð og áður en ég vissi af byrja tárin að streyma niður vanga minn.
 
–Ég fór frá því allra besta sem ég hafði nokkru sinni á ævinni átt. Konunni sem ég elskaði. Hvísla ég. 
 
Ókunna manneskjan faðmar mig að sér, ég berst við að halda aftur af tárunum, spyr hana:
 
-Hvað ef? Hvað ef ég hefði verið kyrr? Ég hefði getað lifað hamingjusömu lífi. Ég hefði eignast allan heiminn. Ég vildi óska að ég hefði gert mér grein fyrir hvað það er sem virkilega gefur lífinu gildi. Hérna er ég, aleinn, við hlið ókunnugra konu. Konu sem ætlar að fylgja mér síðasta ævispölin, er hjá mér mína síðustu nótt á þessari jörð.
 
Hún strýkur í burtu tár mín og hvíslar;
 
-þú hefðir getað eignast allan heiminn og svo miklu meira. Eiginkonu sem hefði elskað þig meira og meira, dag frá degi. Og þú hefðir átt mig, pabbi. Þú hefðir átt mig...
 
Hvað segir þessi saga okkur? Hvort telur þú vera meira virði, starfsframi þinn eða ástin og börnin...? 
 
 
Fylgist þú ekki örugglega með okkur á Facebook?
 
Endursagt og fært í stílinn (með góðfúslegu leyfi)