Allt um neglur og sjúkdóma


....eða svona næstum því allt. Ég tók saman upplýsingar frá erlendum fagaðilum um neglur og sjúkdóma, því að sjálfsögðu geta neglurnar sagt heilmikið til um heilsufarsástand okkar. 
 
Taktu þér tíma og virtu fyrir þér neglurnar. Þú átt jafnvel að geta greint merki um hugsanlega yfirvofandi sjúkdóma.
 
Notaðu góðan skrúbb til að hreinsa neglurnar vel þannig að þú sjáir betur með berum augum, þinn náttúrulega naglalit. Þannig getur þú frekar greint ef hættur gætu hugsanlega verið einhverjar.
 
Mislitar neglur
 
Heilbrigð fingurnögl ætti að vera bleik með örlitlum hvítbleikum mána nálægt naglaböndunum. Ef neglurnar eru ljósari eða mislitar, gætir þú átt við falið heilsufarsvandamál að stríða.
 
• Grænar neglur eru merki um að þú gætir verið með bakteríusýkingu.
• Rauðar rendur á naglasvæði, gætu verið merki um einhvers skonar hjartatruflanir.
 
• Bláleitar neglur er merki um lágt súrefnisflæði í blóðinu.
• Daufar neglur (óvenju ljóst yfirborð) eru merki um vítamínsskort.
• Hvítar neglur gætu verið merki um lifrasjúkdóma, eins og lifrabólgu.
• Dökkar rendur á yfirborði gætu verið vegna öldrunar eða yfirvofandi hjartasjúkdóma.
 
Þykkar neglur
  
Það mun ekki vera eðlilegt að vera með mjög þykkar neglur. Allir vilja hafa sterkar neglur, en séu þínar óeðlilega þykkar, kíktu þá á þetta:
 
• Ef „eðlilegar“ neglur byrja allt í einu að þykkna gætir þú hugsanlega verið haldin einhvers konar lungnasjúkdómi.
• Þykkar neglur sem jafnframt hafa hrjúft yfirborð, gætu hugsanlega bent til um sveppasýkingu.
• Mjög þykkar og óreglulegt yfirborð; hugsanlega gætir þú átt við skjaldkirtilsvandamál eða jafnvel psoriasis að glíma.
• Óregluleg þykkt á nöglum getur einnig þýtt krankleika í blóðflæði.
 
 Ef neglurnar þínar fara að þykkna skyndilega, ekki hunsa þau skilaboðin. Hugsanleg ástæða getur þó einnig verið ofnæmisviðbrögð við nýjum lyfjum.
 
Klofnar neglur
 
Stundum klofna neglurnar auðveldlega, líkt og flettist auðveldlega af þeim í lögum. Tíðum handþvotti er sjaldnast um að kenna eða ofnotkun á naglalakki, kíktu:
 
• Klofnar neglur gætu verið vegna C-vítamíns- eða próteinskorts, jafnvel vöntun á fólinsýru.
• Klofnar neglur geta einnig verið vegna yfirvofandi psoriasis.
• Örsök klofinna nagla getur verið langvarandi næringarleysi.
 
Hugsaðu vel um hvað þú borðar, eigir þú við þetta hvimleiða vandamál að stríða. Láttu kanna hjá fagaðila, hvort þú sért hugsanlega að þróa með þér psoriasis.
 
Hvelfdar neglur
 
Eða neglur sem eru í laginu eins og skeið, brettist jafnvel upp á þær og eru þunnar gæti hugsanleg tengst m.a.:
 
• Járnskorti (vegna blóðleysis).
• Lifrasjúkdómum, eða að lifrin nær ekki að vinna á innbirgðum járnskammti.
• Hjartasjúkdómum.
• Bresti í skjaldkirtli.
 
Heilsufar þitt og útlit fingurnagla þinna haldast í hendur. Margir ná fyrri lögun nagla sinna þegar tekið hefur verið á vandamálinu.
 
 
„Holóttar“ neglur
 
Litlar holur eða „dældir“ á nöglunum gætu hugsanlega verið ábending um að þú ættir að huga betur að heilsu þinni. Ástæðan gæti verið:
 
• Psoriasis
• Krankleiki í stoðvefjum
• Sjálfsofnæmissjúkdómur – hugsanlega fylgir hárlos í kjölfarið.
• Skortur á Sinki ( Zinc).
 
Lærðu að þekkja muninn á útliti nagla þinna til að auðvelda þér að aðgreina „náttúrulegar dældir“ og þær sem teljast ekki eðlilegar. Þær „náttúrulegu“ stoppa sjaldnast við. Hinar sitja lengur.
 
 
Riflaðar neglur
 
Heilbrigðar neglur eiga að vera sléttar á yfirborðinu. Augljósar línur og gróft yfirborð eru merki um að eitthvað gæti hugsanlega verið að angra þig, eins og:
 
• Járnskortur.
• Liðagigt eða aðrir bólgusjúkdómar.
 
Ekki pússa yfir yfirborðið til að losna við gróft yfirborðið. Hlustaðu á skilaboðin sem neglurnar gætu verið að senda þér.
 
 
Þurrar neglur og brothættar
 
Það þýðir lítið að bera olíu eða húðkrem á til að fela ástandið. Ef neglur þínar eru þurrar á yfirborðinu og brotna auðveldlega gæti það tengst:
 
• Skjaldkirtilssjúkdómi.
• Sveppasýking gæti einnig verið ástæðan.
 
Bæði sveppasýkingu og flesta skjaldkirtilsjúkdóma er hægt að meðhöndla með hjálp fagaðila.
 
„Bólgnar“ neglur
  
Ef húð þín er laus í kringum neglurnar , eða ef neglurnar virðast hafa bólgnað upp í kringum fingurinn sjálfan, gæti það þýtt:
 
• Lungnasjúkdóma –sérstaklega ef þú átt erfitt með öndun.
• Sjúkdóma í þörmum, jafnvel bólgur.
• Lifrasjúkdóma.
• AIDS.
  
Af þessu má sjá að það borgar sig að fylgjast vel með ástandi naglanna. Skoðaðu þær oft og gaumgæfileika. Með þeim hætti er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir frekari heilsubrest.
 
Þessar upplýsingar eru aðeins til viðmunar og ef þú hefur minnsta grun um að þú sért veik/ur, hvet ég þig til að leita til læknis. En ég er nú samt á því, að það er heilmikið sem við getum gert sjálf til að bæta heilsufar okkar, í flestum tilfellum. 
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook? 
 
 
Heimildir:http://www.webmd.com/http://www.mnn.com/http://www.thestar.com.my