Hvað segir ennið, hakan, nefið, munnurinn og tennurnar um þig?


Nú tökum við fyrir enni, höku, nef, munn og tennur. Já, bara andlitið eins og það leggur sig. Hvernig ert þú?
 
Enni;
 
Hátt enni. Þú munt vera gáfuð/aður en býrð yfir lítilli framkvæmdagleði.
Stutt enni sýnir að þú sért ákveðin.
Ávalt: Táknar að þú sért blíð/ur.
Hvolft: Þú ert skapvond/ur og yfir þér hvílir andríki.
 
Útstætt: Þú er óþroskuð/aður og veiklynd/aður.
Súlulaga: Skynsemi og skarpskyggni.
Lítið, stutt, fölt og hrukkótt enni: Veiklyndi, hugmyndaleysi og skortur á tilfinningum.
 
Ójafnt og hnúðótt enni: Þú ert fjörug/ur, sýnir ákveðni og jafnframt ástríðufull/ur.
 
Skiptist í tvær bugður: Skýrleiki. Skynsamur og greindur einstaklingur.
 
Lóðréttar hrukkur: Iðin og sterk persóna.
Láréttar og brotnar hrukkur: Hirðulaus og sljó/r.
Lóðréttar milli augabrúnanna: Gefur til kynna miklar gáfur –en bara hjá körlum.
 
Algjörlega slétt enni: Andlaus og skortur á gáfum.
 
Skáhallar línur á enni: Þú ert tortryggin/n.
Samsíða línur á enni: Miklar gáfur, klókindi og hagsýni.
 
Algjört hrukkuleysi: Kaldrifjuð/aður, illgjörn/arn, tortryggin/n og sjálfselskur. Monthani sem á erfitt með að fyrirgefa öðrum.
 
Haka;
 
Framstæð: Jákvæðni.
Innstæð: Neikvæðni.
 
Pétursspor: Góð stjórn á aðstæðum.
Oddmjó: Gáfur og að vera ör í hugsun.
 
Mjúk, feit eða tvöföld: Klárir og tillitsamir mathákar.
Löng og beinaber eða breið og þykk: Lausmáll, grófur í háttum jafnvel ofbeldisfull/ur.
 
Nef;
 
Hið fullkomna nef á að vera í samræmi við lengd ennis. Nefbroddurinn á ekki að vera beinaber né holdmikill. Ekki of oddhvasst og ekki of breitt samkvæmd fræðunum. Hinar fullkomnu nasir eiga að vera oddhvassar efst, en ávalar neðst.
 
Lítið nef: Betri hlustandi en talandi. Hugsar mikið, framkvæmir minna.
Bogi á nefi: Góður stjórnandi.
Beint nef: Gott jafnvægi.
Breitt nef: Óvenjuleg manneskja.
Uppbrett nef: Þér þykir gaman að skemmta þér, en hættir til öfundsýki.
 
Hrukkótt nef: Prýðismanneskja.
Litlar nasir: Hræddur einstaklingur.
Þandar nasir: Tilfinnganæmur og lostafullur einstaklingur.
Niðursveigður nefbroddur: Kaldhæðin og illgjörn manneskja.
 
Bugða á miðju nefi er merki um girnd.
 
Munnur:
 
Jafnbreiður augum: sljó og heimsk manneskja.
Framstæð neðrivör: Grófur og gráðugur einstaklingur.
Misstórar varir: Einfaldur einstaklingur.
Þéttar varir: Ákveðin manneskja.
 
Slappar og linar varir: Veikleiki og undirgefanleg/ur.
Stórar og vel afmarkaðar varir: góðar og hressar manneskjur.
Þunnar varir: Illgirni og hégómi.
Holdmiklar varir: Leti og lostafullt eðli.
Efrivör slúttir fram fyrir þá neðri: Blíðlyndi og heiðarleiki.
 
Tennur:
 
Litlar og stuttar: Veiklyndi.
Langar tennur: Aumingjaskapur, kjarkleysi.
Hreinar, hvítar og reglulegar: Góðmennska og heiðarleiki.
Mikið tannhold í efri góm sýnilegt: fálæti.