En skildi einhverjum detta í hug að byrja að reykja í ársbyrjun?


Sumir strengja áramótaheit og er það vel. Svo framarlega sem það samanstendur ekki af því að þú ætlir að hætta að velta þér upp úr fortíðinni og hafa áhyggjur af framtíðinni í staðinn.
 
Hvernig líst ykkur á að lesa minna og horfa meira á sjónvarp? Eða tala minna í síma og eyða meiri tíma á internetinu...? 
Eða að hætta að stunda líkamsrækt, tekur alltof langan tíma. Spurning að hætta að taka með sér nesti að heiman líka. Alltof mikill sparnaður?
 
En skildi einhverjum detta í hug og einsetja sér að byrja að reykja í ársbyrjun?
 
Varla....
 
Þessar gellur hér að neðan, eru ennþá að sjúga typpið á djöflinum: 
 
 
 Miley fann sér loks ástæðu til að hætta að tísta (tweeting) í smástund. En því miður var það aðeins til að kveikja sér í einni... 
 

 
Hilary Duff fór út að skemmta sér með hinum stjörnunum. Ófrísk og reykjandi....ekki smart. 
 
 
 
 
Scarlett Johansson hefur orð á sér fyrir að vera náttúrulega fallegt og hreistin uppmáluð. Hér er hún að reykja í pásu á tökum á myndinni, 
Lost In Translation.
 
 
 
 
Hayden Panettiere er ein aðalstjarna þáttanna ABC’s Nashville. Gellan er kannski bara hætt eftir að myndin var tekin? 
 
 
 
 
Lana Del Rey er söngkona sem reykir. Hún er einnig sérlegur talsmaður
H&M og sést hún víst afar sjaldan án sígarettunnar. Flottar neglur og flottur pels. Blikkblikk ;) 
 
 
 
 
Hin fagra Keira Knightley sást reykja í pásum við tökur myndinni NYC. Maður hefði haldið að Coco Chanel hefði orðið verulega vonsvikin með hana. En Coco hinsvegar keðjureykti líkt og enginn væri morgundagurinn. 
 
 
 
 
Hin ljóshærða og hæfileikaríka Kirsten Dunst
með Starbucks-kaffi og sígó...
 
 
Mitt áramótaheit? Ég ætlaði að takmarka tölvunotkun mína við eina klukkustund á dag. Stóð ekki við það, enda nota ekki klukku...