Poppum upp gallastuttbuxurnar!


 
Það er vel hægt að nota stuttubuxur, allan ársins hring. Og sumar gellur gera það, hiklaust. Farið í Kringluna að vetrarlagi og sannfærist. 
 
Flestar nota sokkabuxur innanundir, til að halda á sér hita. Hér er búið að poppa upp gamlar þreyttar buxur eða stuttbuxurnar án tilkostnaðar. Það þarf kannski að splæsa í blúndu, nál og tvinna.
 
Ég get ímyndað mér að þessi hugmynd falli vel í kramið hjá 5 - 10 ára stelpum.
 
Kíktu á þessa hugmynd:
 
 
Svona förum við að:
 
 
Skæri, blúnda, tvinni og lágmarkskunnátta í saumaskap er allt sem þarf í þessa aðgerð.
 
Klippir einsog sýnt er á mynd hér að neðan...
 
 
 
 
Notar gallabútinn og blúnduna sníðir þú og klippir eftir bútnum...
 
 
 
 
 
 
 
Saumar blúnduna í "gatið" annaðhvort í höndunum eða í vél...blúndan er sett að innanverður og "sárið" á buxunum látið njóta sín...
 
 
 
 
...og úr verður ný sæt og krúttleg flík!
 
 
 
Auðveldara gerist það varla - góða skemmtun!