Kynin túlka hlutina á ólíkan máta- hér má sjá dæmi...skondin!


Samskipti kynjanna eru alveg hreint dásemd. Sérstaklega sá þáttur þegar viðkomandi telur og trúir að "mótaðilinn" lesi hugsanir.
 
Svo ég minnist ekki ógrátandi á það þegar getið er í eyðurnar - þ.e. þegar það sem sagt er, er túlkað á þann hátt sem við viljum eða já, blablablablabla.
 
Kíkjum á smá grín, en öllu gríni fylgir einhver alvara, eins og hér að neðan. 
 
"Ekkert, gleymdu þessu!"
Hún: Það er eins gott að þú finnir út hvað þú gerðir rangt!
Hann:Æi, hættu bara að tala um þetta...Jesús Kristur!
 
"Ertu þreytt/ur?"
Hún: Ekki fara að sofa, Ég elska að tala við þig!
Hann: Ég er þreyttur og ætla að fara að sofa.
 
"Ég hef það gott!"
Hún: Haltu mér fast, Ég þarf öxl til að gráta við.
Hann: Án gríns. Það er EKKERT að mér!
 
"Mér er kalt".
Hún: Náðu í teppi og kúrum saman.
Hann: Mér er kalt, Ég ætti kannski að sækja mér teppi eða sæng.
 
"Láttu mig í friði."
Hún: Ekki fara!
Hann: Farðu!
 
"Ég elska þig".
Hún: Segðu að þú elskir mig meira.
Hann: Ég elska þig. Og ég þarf ekkert „stupid fucking response“!
 
 
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook!