Kossar munu vera sérlega heppilegir á meðan á kynlífi stendur...


Ég elska kossa, hver elskar ekki kossa? Leitaði uppi fyrirbærið og fann nokkrar "staðreyndir".
 
Sem dæmi: Það eru 100 sinnum fleiri taugaendar í vörunum en í fingurgómunum. Ég ætla að gera tilraun, að kyssa með puttunum.
 
Kossar munu vera sérlega heppilegir á meðan á kynlífi stendur ...og á eftir. Já já ok, ég skal prófa það næst.
 
Fjörutíu prósent af karlmönnum segja að mjög langur ástríðufullur koss geri þá klára fyrir kynlíf. En aðeins þrjátíu prósent segjast vilja láta grípa þéttingsfast um rassinn.
 
Ok...
 
Fjörutíu og fimm prósent kvenna segjast hafa kysst aðra konu á ástríðufullan hátt.
 
 
 
Menn munu vera helmingi líklegri til að stunda kynlíf með konu sem kyssir „illa“ en konur hinsvegar ekki. 
 
Kyssumst meira og verum glöð!