Skotheld ráð: Aukum lífsgæðin!


Vöruhækkanir og allskonar hækkanir. Hinsvegar stendur á  launahækkunum.
 
Stress við að reyna að ná endum saman. Og í öllu þessu stressi og streði er auðvelt að gleyma sjálfum sér og hætta að hugsa um eigið heilsufar. Það virðist mæta afgangi hjá mörgum. 
 
Kannast þú við þetta?
 
 
Við eigum skilið að láta okkur líða vel og ef okkur líður vel þá gengur okkur betur í lífinu. Með betri líðan aukum við hin daglegu afköst því orkan verður meiri, við verðum ánægðari með okkur og lífið verður skemmtilegra og léttara.  
 
Mikilvægt er að hugsa um líkama sinn að utan sem innan svo okkur líði sem best og getum notið lífsins eins vel og kostur er.
 
Hér eru nokkur góð ráð til að hugsa vel um líkama, húð og sál.
 
1. Einfaldaðu hlutina. Haltu rútínunni. Hreinsaðu húðina á hverjum morgni og berðu á þig rakakrem kvölds og morgna. Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi.
  
2. Pantaðu tíma í andlitsmeðferð eða í nudd, lestu góða bók, hafðu samband við góðan vin sem þú hefur ekki heyrt í lengi, gerðu eitthvað sem lætur þér líða vel.
 
3. Útivera. Fátt er betra fyrir sálina en góð útivera. Vertu eins mikið úti fyrir og mögulegt er. Njóttu náttúrunnar, heilnæma loftsins og fuglasöngsins.
 
4. Borðaðu hollt fæði. Láttu skyndibitamat eiga sig og forðastu unnin mat. Borðaðu meira af ávöxtum, grænmeti, fiski, kjúklingi og hreinum mat sem er auðvelt fyrir líkamann að melta.
 
 
 
 
5. Hreyfðu þig. Sjáðu til þess að fá minnst 30 – 60 mínútna hreyfingu á hverjum degi. Röskir göngutúrar, hjólreiðar, eða/og mættu í ræktina.
  
6. Vinir í raunheimum – mæltu þér mót við vin/vinkonu í staðinn fyrir spjall á t.d. Facebook eða MSN.
 
7. Hugleiðsla. Hugleiddu áður en þú ferð að sofa til að ná góðum og djúpum svefni.
 
 
 
8. Sofðu nóg. Svefn hefur áhrif á hvernig við lítum út, hvernig okkur líður og hvað við áorkum yfir daginn og hefur þar af leiðandi mikil áhrif á lífsgæðin. Passaðu vel upp á að ná 7-9 tíma svefni á hverri nóttu.
 
9. Drekktu vatn ...vatn er okkur lífsnauðsynlegt og mannslíkaminn er 70 % vatn. Upplifðu aukna orku og betri líðan og drekktu minnst 2 lítra af vatni á dag.
 
 
 
 
10. Gæðastundir. Í amstri dagsins gefum við okkur oft of lítinn tíma til að sinna okkar nánustu. Taktu frá tíma fyrir fjölskylduna, slökktu á símanum og sjónvarpinu og eigðu gæðatíma með þeim sem þér þykir vænst um.