Freddy hefur slegið í gegn um allan heim!


Ég sagði ykkur frá því í október í fyrra að ég hafi haldið upp á það að vera loksins komin með RASS með því að splæsa í Freddy buxurnar vinsælu. Freddy er ítölsk hönnun, hannaðar sérstaklegar með kröfur atvinnudansara í huga.

 

Ég er nánast búin að slíta þeim út, því ég gjörsamlega elska þær og er nánast alltaf í þeim. Buxurnar frá freddyshop.is og eru gæddar þeim eiginleikum að móta rassinn, lyfta honum þannig að hann virðis stinnari. Ekki er verra að buxurnar koma í allskyns útfærslum og ættu allar gellur að finna buxur sem henta þeim.  

 

 

 

Fyrri týpan sem ég fékk mér var frekar lág í mittið, en það kom svo sem ekki að sök, þar sem gætt hefur verið að hverju smáatriði. Þær renna ekki niður, þegar þú sest, því þarftu ekki að toga þær upp þegar þú stendur upp aftur þar sem Silikón rönd er haganlega komið fyrir að innanverðum strengnum sem tryggir að buxurnar haldast á sínum stað og þær haggast ekki.

 

Efnið sjálft í buxunum er teygjanlegt og svo þægilegt, að það fyrsta sem ég hugsa EKKI um þegar ég kem heim eftir heilan dag í buxunum, er að rífa mig úr...sem ég allajafna geri, undir venjulegum kringumstæðum. 

 

Ég fékk mér nýlega midwaist, ljósar og sexy fyrir sumarið. Þær eru bilaðslegar flottar. Aðeins hærri í mittið en þær fyrri og búnar sömum kostum og gæðum. 

 

Það er vel hægt að dressa þessar buxur upp eða niður, þ.e. vera mega fín, sporty og allt þar á milli.

Buxurnar móta rassinn

 

Vegna hagstæðra samninga, auk afnáms virðisaukaskatts á fatnaði brugðust umboðsaðilar Freddy á Íslandi skjótt við og lækkuðu buxurnar umtalsvert og því ætti verðið ekki að vera nein fyrirstaða. 

 

Stelpur, það eru að koma mánaðarmót – payday – ég mana ykkur. Þessar buxur eru komnar til að vera. Þegar þú hefur nælt þér í einar, þá getur þú ekki hætt. Ekki frekar en ég. 

 

Smelltu hér á Facebook síðu Freddy Iceland - eða beint inn á heimasíðuna freddyshop.is  - svo er líka hægt að kíkja við í verslunina sem er staðsett á Suðurlandsbraut 52 - 108 Reykjavík. Fyrir þær sem búa úti á landi er er minnsta mál að fá póstsent. Vöruúrvalið eykst stöðugt og verð ég að geta þass að íþróttafatnaðurinn er geggjaður!

 

Frábær, fagleg og skjót þjónusta sem ég mæli hiklaust með!