Skapaðu gott andrúmsloft á þínu heimili...


Við getum víst ekki keypt andrúmsloft. Uppistaða andrúmslofts á heimilum er fólkið sem þar býr. Það skapar andrúmsloftið með nærveru sinni og þarf aðeins einn fúlan leikmann til að skemma stemmarann ...
 
Ég hef komið inn á heimili kunningja þar sem andrúmsloftið var svo myglað og þungt að ég ældi nánast upp í mig.  Svo eru önnur heimili sem virka á mann eins og dúnmjúkur bómull -og maður vill helst ekki fara...þið skiljið. 
 
Við getum að sjálfsögðu bætt andrúmsloftið, meira að segja gert það rómantískara fyrir okkur sjálf eða ástmann/konu. Það þarf ekki mikið til. Ilmur er dásamlegur og hefur góð áhrif á huga og sál. Reykelski eða ilmkerti geta breytt stemningunni í rómatískan unað, ef þú vilt.
 
Kveiktu á nokkrum kertum. Ilmkertum helst. Eða ilmolíum.
 
Sagt er að vanilla, amber, sandalwood og jasmínilmur séu sérlega góðir ilmir til að skapa ástríðufullt andrúmsloft.
 
Angan af rósum bjóða upp á andrúmsloft sem er stútfullt af blíðu og ástúð. Splæstu í rauðar rósir, ef nokkur kostur. Einnig munu rauð og hvít kerti vera sérlega góður litur, ef áhugi er fyrir því að vekja upp ástríðuna eða stemninguna á heimilinu.
 
Hvað svo sem þú kýst að gera –er það nánd þín og nærvera sem skiptir mestu máli.
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?