Á að klæða litlar telpur í blúndunærbuxur eða T-streng?


Ég rakst á þetta flotta bréf og smellti yfir á íslensku. Enda skilaboð sem höfða til flestra, ef ekki allra. Börn eiga að fá að vera börn. Unglingar eiga að fá að vera unglingar. 
 
Kæra Victoria’s Secret,
 
ég er faðir þriggja ára stúlku. Hún elskar prinsessur, Dora the Explorer, Doc McStuffins og að teikna myndir fyrir fólk. Uppáhaldsmaturinn hennar er hnetusmjör, hlaup, ostur og pistasíuhnetur.
 
Jafnvel þótt hún sé aðeins þriggja ára, þá sem foreldri, hef ég hugsað út í það að dóttir mín kemur til með að stækka. Það er svo satt sem sagt er um börn, þau stækka alltof fljótt.
 
Það er alveg sama hvað ég geri, ég get ekki stoppað það að litla stelpan mín verði unglingur, og væntanlega mun hún fjarlægast mig á vissu tímaskeiði, til að forðast niðurlægingu vegna viðveru minnar, þ.e. ef hún verður mótþróafullur unglingur. 
 
Ég veit að það eru ennþá nokkuð mörg ár í þetta, og ég reyni mitt besta til að nýta stundirnar okkar saman og skapa þannig fallegar minningar um þennan einstaka tíma.
 
En þegar ég sá grein sem þú birtir á The Black Sphere, þá fékk það mig til að hugsa um að kannski sé menning okkar ekki beint að hjálpa til, eins og í mínu tilviki. Með stelpuna mína. 
 
Í greininni kynnir Victoria’s Secret nýja undirfatalínu, nærbuxur og brjóstarhaldara ætluð börnum á skólaaldri. Undirfatalínan heitir; “Bright Young Things” og þar má finna svartar blúndunærbuxur, með orðinu: “Wild” framan á, grænar og hvítar mjaðmabuxur sem á stendur, “Feeling Lucky?” Og blúndu T-strengur með orðunum: “Call me” framan á þeim.”
 
Sem faðir, varð mér flökurt.
 
Ég tel að það sé verið að senda út röng skilaboð, ekki aðeins til dóttur minnar, heldur allra ungra stúlkna. Ég vil ekki að dóttir mín byggi sjálfsvirðingu sína á vali á undirfötum. Ég vil ekki einu sinni að dóttir mín hugsi út í það að hún þurfi að skapa sér vinsælda með orðum prentuðum á rassinum.
 
Ég vil að dóttur mín (og allar aðrar stelpur) noti unglingsárin í að taka mikilvægar ákvarðanir. Ákvarðanir einsog; á ég að vera læknir eða lögfræðingur? Ætti ég að taka stærðfræðigreiningu í framhaldskóla? Í hvaða framhaldskóla vil ég fara? Ætti ég að vekja athygli á mannsali þræla eða skort á vatni í vanþróuðu löndunum?
 
Það eru svo margar mikilvægar spurningar sem ungar stúlkur ættu að spyrja sig....
 
Og ekki mun strákur (eða stelpa) geðjast að mér, ef ég fer í T-streng með „Hringdu í mig“....
 
Ég vil að dóttir mín upplifi sig fullkomna eins og hún er. Ég vil að dóttir mín viti að hvernig svo sem undirfötin hennar líta út, þá skilgreina þau hana ekki sem manneskju.
 
Ég trúi því að þessi nýja lína; “Bright Young Things” gefi út röng skilaboð til stúlkna. Að konan sé aðeins leikfang. Auk þess beinir nýja línan þessum skilaboðum að hættulega ungum aldri.
 
Ég hvet þig til að endurskoða að setja nærfatalínuna á markað.
 
Með því að gera það, munt þú setja sjálfsvirðingu, sjálfsmynd og stolt ungra stúlkna, ofar eigin hagnaði.
 
Virðingarfyllst,
Rev. Evan Dolive
Houston, TX