...lífið er eins og klósettpappír. Eftir því sem þú notar meira af rúllunni, því hraðar hverfur hún


Andrew Aitken eða  "Andy" Rooney fæddist 14. janúar árið 1919. Hann var hvað þekktastur fyrir "Fimm mínútur með Andy Rooney, sem að mörgum fannst ómissandi hluti af þáttununum 60 Minutes.
 
Hann hélt úti gríðarlega vinsælu innskotum sínum í þáttunum frá 1978 til 2011. Andy lest mánuði eftir síðastu útsendingu sína eða 4. nóvember 2011.  92. ára að aldri. 
 
Ég tók saman nokkur korn og þýddi lauslega yfir á íslensku. 
 
Maðurinn var algjör snillingur:
 
 
Ég hef lært... að besta kennslan í heimi, er af þér eldri persónu.
 
Ég hef lært... að þegar þú ert ástfangin/n, þá sést það.
 
Ég hef lært... að það þarf aðeins eina manneskju sem segir: "You've made my day,“ til að gera daginn minn betri.
 
Ég hef lært...að friðsælasta tilfinning í heimi er þegar barn sofnar í fangi mínu.
 
Ég hef lært... að það að vera vinsamlegur er mun mikilvægara en að hafa rétt fyrir sér.
 
Ég hef lært....að þú ættir aldrei að afþakka gjöf frá barni.
 
Ég hef lært... að ég get alltaf beðið fyrir fólki, ef ég hef ekki mátt eða getu til að hjálpa því með öðrum hætti. 
 
Ég hef lært...að eins mikið og lífið æskir þess að þú sért alvarleg/ur, þá er nauðsynlegt að eiga vini sem hægt er að vera kjánaleg/ur í kringum.
 
Ég hef lært...að stundum er það eina sem manneskja þarfnast; er hlý hönd til að halda í og hjarta sem skilur.
 
Ég hef lært...að gönguferðir með föður mínum um hverfið á sumarkvöldum, þegar ég var barn, gerði kraftaverk fyrir mig sem fullorðins einstaklings.
 
Ég hef lært....að lífið er eins og klósettpappír. Eftir því sem þú notar meira af rúllunni, því hraðar hverfur hún.
 
Ég hef lært...að við eigum að gleðast yfir því að guð gefur okkur ekki allt sem við biðjum um.
  
Ég hef lært...að peningar kaupa ekki "klassa".
 
Ég hef lært...að smáatriðin sem henda daglega, gera lífið fallegra.
 
Ég hef lært...að á bak við "harða skel", leynist manneskja sem helst þráir að vera metin/n að verðleikum og elskuð.
 
Ég hef lært...að Guð skapaði ekki allt á einum degi. Því skildi ég þá geta það?
 
Ég hef lært...að þegar þú ætlar þér að hefna þín á einhverjum, þá heldur þú áfram að láta viðkomandi manneskju særa þig.
 
Ég hef lært...að ást, ekki tími, græða öll sár.
 
Ég hef lært...að auðveldasta leiðin til að þroskast sem manneskja, er að umkringja sig fólki sem er gáfaðra en ég sjálfur.
 
Ég hef lært....að allir sem verða á vegi þinum, verðskulda að þeim sé heilsað með brosi.
 
Ég hef lært....að ekkert er fallegra, en sofandi barn í fangi þinu og finna andadrátt þess við vanga minn.
 
Ég hef lært....að engin/n er fullkominn, uns þú verður ástfangin/n af viðkomandi.
 
Ég hef lært....að lífið getur orðið „töff“, en ég er sterkari.
 
Ég hef lært....að glötuð tækifæri eru ekki til; einhver annar grípur þau tækifæri sem þú misstir af.
 
Ég hef lært...að bros er ódýr leið til að líta betur út.
 
Ég hef lært....að ég get ekki valið hvernig mér líður, en ég get stjórnað því hvað ég geri í því.
 
Ég hef lært...að allir vilja vera á toppnum. Staðreyndin er hinsvegar sú að hamingjan og vöxurinn felst á ferðalaginu sjálfu -á leið þinni á toppinn.
 
Ég hef lært...að því minni tíma sem ég hef til að skila af mér verkefni, því meira verður mér úr verki.
 
 
Veldu þitt upphálds; "Ég hef lært"...og deildu þeirri visku yfir þá sem þér þykir vænst um. 
 
Andy Rooney