Ætir tebollar tilvalið í barnaafmælið


Hér kemur sniðug hugmynd t.d. fyrir barnaafmæli. Ætir tebollar sem hægt er að fylla, annað hvort með sælgæti, búðingi, ís...í raun hverju því sem þér dettur í hug.
 
Hægt væri t.d. að merkja hverju barni sitt sæti með því að "merkja" hvern bolla með nafni barnsins. Eða gefa börnunum í lok veislu til að taka með sér heim.
 
Falleg sem skreyting á veisluborðið, sem hægt er að borða. 
 
Skerðu toppinn af varlega með góðum hníf, sum form eiga það til að brotna auðveldlega. 
 
 
Sniðugt að nota kexköku sem undirstöðu þannig að bollinn standi örugglega (alls ekki nauðsyn þó), því næst hlaup og líma saman með matarlími (icing).
 
 
Líma formið á, eins og sést á mynd, með matarlími (icing) 
 
 
Hægt er að nota hvaða hringlaga hlaup sem er, klippa í tvennt (ég notaði skæri) og líma á aðra hliðina
(ekki gleyma bollum fyrir rétt-henta -fattaði einhver húmorinn?) 
 
 
Bollinn er klár og hægt að fylla hann upp með sælgæti t.d....
 
 
...kannski búa til annan bolla?
 
 
og fylla hann líka af nammigotti....
 
 
Allskyns hægt að gera með þessa hugmynd!
Sniðugt  í barnaafmælið (takið eftir kexinu).
 
 
Eða súkkulaði- eða jarðaberjamús?
Möguleikarnir eru endalausir (takið eftir, enginn undirstaða og bollinn stendur).
 
 
Ein útfærsla til viðbótar:
 
 
Góða skemmtun!
 
heida@spegill.is