Sykursætur sumarskrúbbur


Sykur er betra val en salt í andlitsskrúbba, hann rífur ekki eins í skinnið. Þegar dauðar húðfrumur safnast á yfirborði húðarinnar, er mikilvægt að skófla þeim í burtu. Það gerir ekkert nema gott, og opnar fyrir stíflur í leiðinni. 
 
Ef við skrúbbum (eins og það stendur) ekki skinnið nokkuð reglulega, getur það fengið á sig dapurlegt yfirbragð. Og þessi skrúbbur hér er heimalagaður að sjálfsögðu...
 
2 msk sykur
3 msk heitt vatn
 
Hrærðu sykurinn út í heita vatninu þangað til hann leysist upp...engar agnir.
 
Berðu á andlitið og nuddaðu mjúklega í hringi.
 
Hreinsaðu af með heitu vatni eða hitaðu þvottastykki til þess arna.
 
Notalegt og sykursætt.