Helgardekrið fyrir dömur og herra!


Góðan daginn allir, vona að þið séu fersk, eins og girnilegur ávöxtur.
 
Segjum að þú sért hálf úldin/n í framan, toguð, teygð og bauguð eftir vikuna. Hvernig væri að eyða eins og nokkrum mínútum í dekur um helgina? 
 
Þessi epla og agúrkumaski er sérstaklega góður fyrir feita húð. Húðin verður silkimjúk á eftir og fersk á ný. 
 
Það sem þú þarft í þennan endurnærandi maska er:
 
½ agúrka (flysjuð)
1 eggjahvíta
½ teskeið sítrónusafi
½ teskeið eplamyntulauf
1 dropi lime ilmolia
 
Setjið allt hráefnið í blandarann nema lime olíuna. Látið blandast,  þar til orðið mjúkt og slétt.
 
Bætið dropunum saman við og blandi ennfrekar.
 
Setjið í kæli og látið bíða í 10 mínútur fyrir notkun.
Berið maskann á hreint andlitið og ekki gleyma hálsinum.
 
Látið bíða í 20 mínútur, tilvalið að hlusta á nærandi og fallega tónlist á meðan.
 
 
Hreinsið af með volgu vatni og hreinum klút. Berið rakakrem á húðina.
 
Þessi maski er bestur sé hann notaður strax, en alveg er óhætt að geyma hann í ísskáp í 1-2 daga.
 
Notist einu sinni til tvisvar í viku.
 
heida@spegill.is