Handþvottur getur bjargað mannslífi!


Þværð þú þér nógu oft um hendurnar? Hefurðu velt fyrir þér hversu mörgum þú heilsar með handabandi, án þess að þvo þér um hendurnar? Þú getur ekki vitað hvar þessar hendur voru, kannski upp í rassi, hvað veit maður? 

 

Allir húnarnir sem þú snertir. Strýkur jafnvel oft á þér andlit og augu án þess að þvo þér. Nema þá eftir klósettferðir. Vonandi. Og áður en þú borðar, eldar og þetta basic stöff.

 

Peningaseðlar eru auðvitað eitt stórt og feitt sýkla - og smitberapartý - þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig staðan er á tímarítum þeim sem alltaf eru höfð frammi á biðstofum lækna. Hvað er málið með það? 

 

Óþarfi að vekja upp einhverja óþarfa þráhyggju og ótta, en í fínasta lagi að fólk sé meðvitað um að almennt hreinlæti kemur komið í veg fyrir smit.

 
Skoðaðu þetta: 
 
Reglulegur handþvottur er auðveldasta leiðin í baráttunni gegn smitsjúkdómum. 
 
Einnig er gott að hafa í huga að í tannburstanum þínum geta leynst mikið af bakteríum, sumar hættulausar, aðrar ekki.
 
Talið er að slæm tannhirða geti jafnvel verið undanfari sykursýki, nýrnaveiki og lungnabólgu.
 
 
Þegar kemur að tannhirðu er mikilvægt að: 
Skipta oft og reglulega um tannbursta. Minnsta kosti mánaðarlega. Ráðlagt er að skipta strax um tannbursta eftir að þú hefur losað þig við flensu eða kvef. 
 
Lánaðu aldrei tannburstann þinn, né fáðu lánaðan bursta hjá öðrum.
 
Burstaðu tennurnar minnst tvisvar á dag.
Kvölds og morgna. Helst eftir hverja máltíð. 
 
Veldu þér mjúkan tannbursta. Of harðir bursta eru slæmir fyrir tannholdið.
 
Notaðu tannþráð.
 
Veldu tannkrem sem inniheldur flúor.
 
Láttu tannburstann þorna með höfuðið upp, þannig þornar hann fyrr og sýkist síður af utanaðkomandi bakteríum. 
 
Almenn handumhirða: 
Vættu hendur og berðu á þær sápu. Nuddaðu vel þar til freyðir. Skolaðu hendurnar og endurtaktu. 
 
Betra er að þurrka hendurnar með pappírsþurrku en handklæði. Undir engum kringumstæðum ætti að nota handklæði á veitingastöðum eða öðrum almenningstöðum.  
 
Notaðu sótthreinsandi vökva á eftir til að tryggja að engar bakteríur séu eftir.