Eplaedik er snilld á húðina!


Taktu úðabrúsa og útbúðu þína eigin blöndu af róandi "efni" fyrir húðina.
 
Settu eplaedik í skál með heitu vatni. Eða úðabrúsa, sem er best. Blandaðu til helminga eða rétt tæplega.
Ef sett er á úðabrúsa, spreyjaðu yfir andlit og háls. Láttu blönduna standa á andlitinu án þess að skola. Og ekki þerra með handklæði.
 
Óhætt er að gera þetta einu sinni á dag, en blandan mun koma jafnvægi á PH gildi húðarinnar og sýrustig.
 
 
 
 
 
Þetta ráð er einstaklega gott fyrir feita og bólótta húð.
 
Muna bara að hafa húðina alveg hreina áður en byrjað er, dag hvern. Eins og alltaf er best hreinsa húðina tvisvar á dag.
 
Kvölds og morgna.