Súkkulaði lasagna er snilld


Hvernig líst þér á súkkulaðilasagna í eftirrétt í kvöld? Okkur líst vel á þig! Þetta er það sem verður á boðstólnum hjá okkur á Speglinum í kvöld. 
 
Ekki hika við að geyma uppskriftina og prófa seinna - ef ilmurinn er byrjaður að færast yfir eldhúsið þitt.
 
Þessi uppskrift er snilld - Tekur skamma stund - fallegt og gott. Þ.e. ef þú elskar rjóma, súkkulaði og sukk eins og við, annaðslagið.  
 
Innihald:
 
36 Oreo kex (ekki tvöfalt )
6 msk. bráðið smjör
1 pakki mjúkur rjómaostur (30-220grömm ca.)
1/4 bolli sykur
60-120 grömm súkkulaðibúningur (gamli og góði) 
3 ¼ bolli köld mjólk
1 ½ bolli litlir súkkulaðibitar/molar
Þeyttur rjómi (30-300 grömm ca.)
 
Girnilegt? Kemur svo flott út að hafa þetta í "lögum"
 
 
Aðferð:
 
Byrjið á að mylja Oreo kexið í skál mjög fínt. Sniðugt að nota blandarann til þess.
 
Hrærið saman við mylsnuna, 6 msk. bráðið smjör. Gott er að nota gaffal til að smjörið berist sem best inn í kexið. Setjið deigið í eldfast mót og þrýstið deiginu vel að botninum. Geymist í kæli á meðan þú heldur áfram...
 
Rjómaosturinn á vera léttur og loftkenndur og aftur er blandarinn góður í verkið. Bættu við tveimur matskeiðum af mjólk, sykrinum og blandaðu vel. Hrærðu saman við ¼ bollar af þreyttum rjóma. Berðu blönduna yfir fyrsta lagið. Og aftur inn í kæli...
 
Í næstu skál; súkkulaðibúðingurinn. Hrærðu duftið vel saman við mjólk (sjá leiðbeiningar á pakkningu) í nokkrar mínútur eða þar til búðiningurinn byrjar að þykkna. Þegar tilbúið setur þú þetta yfir síðasta lagið og lætur standa í minnst 5 mínútur þannig að búðingurinn nái að stífna enn frekar.
 
Síðast kemur afgangurinn af þeytta rjómanum og litlum súkkulaðimolum stráð þar yfir.
 
Geymist í frysti í minnst klukkutíma áður en borið er fram, eða í 4 klst. í kæli.
 
Það er nú allt í lagi að leyfa sér stundum!