Jákvæður innblástur í nýjan dag


Við vonum að sem flestir eigi þessa bók á náttborðinu. Frábær og jákvæð lesning í upphafi dags með uppáhalds boost-inu. Hvernig svo sem það nú er.
 
Kíkjum á hvað dagurinn í dag hefur að segja okkur: 
 
Vænstu aðeins það besta og að allar þarfir þínar verði uppfylltar, jafnvel þær sem virðast óraunhæfar. 
 
Takmarkaðu þig aldrei, né láttu þér finnast að þú eigir ekki að búast við of miklu.
 
Gerðu þér skýra grein fyrir þörfum þínum. Komdu þeim í orð og hafðu síðan algjöra trú og traust á að þær muni uppfyllast. Hvernig það verður, þarftu að leggja í Mínar hendur.
 
Ég verð að vinna í gegnum farvegi, til að koma því til leiðar, en allt er mögulegt hjá Mér. Slakaðu því á og sjáðu undur Mín og dýrð birtast.
 
Þakkaðu eilíflega fyrir og notaðu ávallt allt til góðs fyrir heildina.
 
Lifðu ekki samkvæmt mannlegum lögum heldur guðlegum lögmálum; þá getur hvað sem er gerst, hvenær sem er.
 
Vænstu kraftaverka og sjáðu þau gerast.
 
Haltu ávallt mynd í huga þér um velmegun og gnægð. Vertu þess fullviss að þannig setur þú af stað krafta sem munu færa þér það.
 
Því jakvæðari sem þú ert, því fljótar mun það gerast.  
 
Úr bókinni; Ég er innra með þér, eftir Eileen Candy.
Bókaútgáfan Lífsljós 1986.