Konur depla augunum næstum því tvisvar sinnum oftar en karlar!


Ótrúlega gagnlausar staðreyndir...
 
...til að segja frá þegar þú hefur ekkert að tala um.
 
-Hjartakóngurinn er eini kóngurinn í spilastokknum sem er ekki með yfirvaraskegg.
 
-Hvalir eru ekki með raddbönd.
 
-Flest fólk sofnar innan 7 mínúta frá því það leggst til svefns.
 
-Heili þinn notar tíu sinnum meira súrefni en hinir hlutar líkamans.
 
-Það eru engir fiskar í Dauðahafinu.
 
-Barnsgrátur getur verið 90 desibel. Venjulegt samtal mælist 60 desibel og bílflauta nær 110 desibelum.
 
-Í Grískri goðafræði heitir Ástarguðinn Eros. Í rómverksri goðafræði heitir hann Amor.
 
-Allir ísbirnir eru örvhentir.
 
-Konur depla augunum næstum því tvisvar sinnum oftar en karlar.
 
-Ekta perlur leysast upp þegar þær eru settar í edik (mæli samt ekki með að prufa).
 
-Það reynir meira á raddböndin að hvísla en að tala eðlilega.
 
-Minnsti fugl í heimi er kólibrífugl sem er 5,8cm. Hann heldur sér á lofti með því að blaka vængjunum um 200 sinnum á sekúndu.
 
-Marlyn Monroe var með sex tær á vinstri fæti.
 
-Einu sinni voru teiknimyndasögurnar um Andrés Önd bannaðar í Finnlandi vegna þess að Andrés var ekki í buxum.
 
-Skotheld vesti, brunastigar, laserprentarar og bílþurrkur voru uppgvötvaðar af konum.
 
-Köttur er með 32 vöðva í hvoru eyra.
 
-Hreint gull er svo mjúkt að það er hægt að móta það í höndunum.
 
-Þú átt sama afmælisdag og um 9 milljón aðrir.
 
Úr bókinni Bla Bla Bla.