Ertu hamingjusamur einstaklingur? Gott mál


1. Ertu ávallt reiðubúið fyrir velgengni

 
Hamingjusamt fólk er frábært í að setja sér markmið. Þeir vinna að markmiði sínu daglega og sjá tækifæri allsstaðar. Það gerir þeim kleift að skara fram úr á mörgum sviðum í lífi sínu.
 
 
2. Nota aldrei orðið: "Heppni"
 
Þegar þú horfir á einstaklega hamingjusama manneskju, þá segir þú ef til vill, "þau eru svo heppinn," en ef þú spyrð þessa einstaklinga, þá kemstu að raun um að "heppni" er ekki til í orðaforða þeirra. Í staðinn trúa þeir á ástríðu og að þrautseiga jafngildi gríðarlega góðum árangri.
 
 
3. Falla ekki í þá gryfju að vera fórnalamb aðstæðna
 
Flest hamingjusamt fólk hefur þurft að ganga í gegnum hóla og hæðir, eða hefur komið úr dimmum dal þar til það sá ljósið. Það tekur innra hugrekki, kraft og sannfæringu til að finna innblástur þegar á móti blæs, en við höfum það öll innra með okkur. Hamingjusamt fólk kvartar aldrei, ef þeim líkar ekki eitthvað, breytir það einfaldlega hlutunum.
 
 
4. Þurfa ekki að vinna allar orrustur
 
Hamingjusamt fólk er upptekið við að ná sínum eigin markmiðum. Þeir vita að það tekur hellings tíma að standa í rökræðum eða rífast við aðra og nýtir tímann heldur í að hjálpa öðrum. Þeir elska að hlusta á skoðanir annarra og eyða ekki orku í að sannfæra aðra um að þeirra skoðanir séu hin eina rétta. Hamingjusamt fólk einfaldlega virðir skoðanir og trú annarra.
 
 
5. Eru alltaf þakklátir
 
Eftir að hafa átt í erfiðleikum, þá átta þeir hamingjusömu sig á því að vendipunkturinn í lífi þeirra var þegar þeir tileinkuðu sér að vera þakklátir. Að vera þakklát/ur fyrir allt sem þú hefur á meðan þú vinnur að markmiðum þínum, gerir þig hamingjusamari hverja stund á meðan þú vinnur ötullega að settu marki.
 
 
6. Elska náttúruna
 
Hamingjusama fólkið tekur hjólreiðatúr fram yfir sjónvarpsgláp. Þeir sjá fegurðina í því smáa, dagsdaglega allt í kring og þakka fyrir allar náttúruperlur jarðar.
 
 
7. Eru mjög örlátir, en vita þó að þeir þurfa alltaf að hlúa að sjálfum sér fyrst og síðast
 
Hamingjusamt fólk hefur það yfirleitt ágætt fjárhagslega og er það vegna þess að það hefur áttað sig á gildi þess að gefa til annarra án þess að vænta neins í staðinn. Hamingjusamt fólk tryggir að grunnþörfum sínum sé fullnægt, því þau skilja að séu þau heilbrigð og örugg, geta þau betur verið til staðar fyrir aðra. Og það að hjálpa öðrum veitir þeim mesta gleði og vellíðun.
 
 
8. Eru þolinmóðir
 
Þolinmæðin er lykill af hamingju. Hamingjusamir treysta á tímaskyn alheimsins og æsa sig ekki yfir smámunum. Þeir treysta og trúa að allt komi til þeirra í réttri röð.
 
 
9. Sækja í ævintýri út fyrir þægindarammann
 
Hamingjusamir einstaklingar hafa lært að lifa lífinu til fullnustu og láta ekkert halda aftur af sér. Þeir leita uppi ævintýri og fullnægju hvarvetna til að auka við reynslu sína. Þeir taka áhættu og vaxa sem einstaklingar og eru hamingjusamir vegna þess að þeir lifa lífinu án eftirsjár.
 
 
10. Átta sig á að lífið snýst um meira en það að vera hamingjusamur
 
Hamingjusamt fólk eyðir ekki miklum tíma í að hugsa um hamingjuna. Þeir lifa í augnablikinu og njóta hvers augnabliks. Hamingjusamt fólk upplifir líka bakslag, en þeir líta á ávallt á það sem reynslu sem má læra af til aukins þroska. Hamingjan er ekki eitthvað sem þau leita uppi, heldur frekar dagleg iðja sem veitir hamingju. (það getur verið allt frá því að vaska upp, hekla, mála eða fara í gönguferð).
 
Í fullri einlægni þá langar mig til að óska þér hamingju, gleði, góðri heilsu og velferðar, allt þar til yfir líkur.
 
Ykkar Heiða