Ertu búin að gleðja mömmu þína í dag? Manstu hún gekk með þig í níu mánuði ...


Maður nokkur stoppaði við í blómabúð. Hann ætlaði að panta blómvönd fyrir móður sína, sem hann hafði ekki séð lengi.
 
Og láta senda vöndinn, enda bjó hún tvö hundruð kílómetra í burtu.
Þegar hann gengur út úr bílnum sér hann litla stúlku sitja við blómabúðina, grátandi.
 
Þegar hann spurði hana hvað sé að, svaraði hún:
 
-Mig langaði að kaupa eina rauða rós handa mömmu minni, en ég er ekki með nóg pening fyrir því.
 
-Komdu með mér. Ég skal kaupa rós. Sagði hann vingjarnlega og tók um hönd hennar.
 
Hann keypti rósina fyrir stúlkuna og veglegan vönd fyrir móðir sýna sem hann lét senda.
 
Þegar þau gengu út úr blómabúðinni bauð hann stúlkunni far. 
 
-Já takk! Svaraði hún þakklát. -Til mömmu.
 
Hún vísaði honum veginn. Í kirkjugarðinn. Þar lagði hún eina rauða rós á nýlega gröf móður sinnar...
 
Maðurinn fór rakleiðis í búðina, afpantaði sendinguna, tók vöndinn og keyrði tvö hundruð kílómetra til móður sinnar.
 
Höf ókunnugur - þýtt og stílfært
 
Ertu búin að heimsækja mömmu þína í dag, eða býr hún kannski aðeins of langt í burtu...? 
 
 Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook!