Snickers-súkkulaði-sprengja!


Áttu von á gestum? Viltu dekra við karlinn og börnin? Konuna? Eða langar þig bara í eitthvað gómsætt?
 
Hver hefur ekki bragðað á köku með Snickers? Of margar spurningar, ég veit.
 
Hér er sykursæt og karamelluhúðuð uppskrift að einni slíkri. Algjör óþarfi að eyða í peningunum í bakarann. Settu nú á þig svuntuna og helltu svo upp á...
 
Auðveld, fljótleg og sjúklega góð kaka. En ekki hvað? Súkkulaði, karamella og hnetur, hvernig má annað vera? Þessi er ekkert að fara að klikka. 
 
5 egg
4 dl púðursykur
½ l rjómi
3-4 snickersstykki
3 msk flórsykur
50-60 g smjör
 
Marengs
 
Skiljið eggjahvíturnar frá rauðunum og geymið rauðurnar. Stífþeytið hvíturnar með púðursykrinum. Skiptið í tvö form og bakið við 130°C í um það bil 60 mínútur. Flott að fylgjast með á meðan.
 
Á milli laga
 
Brytjið 1 ½ snickersstykki í smátt og blandið saman við nýþeyttan rjómann. Leggið botnana saman með rjómann á milli.
 
Karamelludýrðin
 
Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman. Bræðið smjörið og 1 ½ snickersstykki saman í potti. Kælið aðeins og þeytið síðan saman við eggjahræruna. Kælið karamelluna með því að hræra vel í henni og setja í smástund í kæli svo hún leki ekki...niður og meðfram öllu.
 
Afrakstrinum er síðan hent smekklega á fallegasta kökudiskinn.
 
 
 
heida@spegill.is
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?