Hvernig verða fréttir til á Pressunni?


Eru þær byggðar á sögusögnum og rógburði? Í hvaða tilgangi öðrum en að meiða annað fólk. Auknar auglýsingatekjur? Maður spyr sig...

 

Hvað finnst ykkur um gæði fréttar sem birtist á Pressunni og lesa má í heild sinni hér. Þversagnarkenndar ásakanir og þarf ekki mikið að reyna á heilasellurnar til að finna út hvern um ræðir. 

 

Þar sem Spegillinn heyrir undir fjölmiðlavernd – sjá hér  þá veit ég, sem ritstjóri hversu ábyrgðin er gríðarlega mikil, hversu fjölmiðlar geta stýrt umræðum, hversu „línan“ er fín og hversu mannorðsmyrðandi einn miðill getur verið. Á meðan annar gerir sitt í að drepa ungar telpur úr hungri. Þetta er ekkert grín! 

 

Fjölmiðlar bera gríðarlega ábyrgð. 

 

Allt að tveggja ára fangelsi fyrir meiðyrði 

 

"Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt.

 

Í 25. kafla almennra hegningarlaga er fjallað um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði um flesta refsiverða háttsemi en um ýmsa viðamikla brotaflokki eru að auki sérstök lög.

 

Refsirammi ákvæðanna í 25. kafla er frá sektum og upp í ýmist eins eða tveggja ára fangelsi og er það þyngsta refsing sem dæma má mann í vegna meiðyrða."

 

 

Ég er með nokkrar spurningar til ritstjóra Pressunnar:

 

Hvers vegna eru umræddir tölvupóstar og/eða smáskilaboð ekki lögð fram til stuðnings, einsog oft er gert?

 

Hverjir eru heimildarmennirnir? Veit svo sem að þeir hljóta rétt til nafnleyndar, muna bara: Ef til kasta hæstaréttar kemur, er eins „fallegt“ að viðkomandi blaðamaður Sylvía Rut Sigfúsdóttir hafi nöfn og kennitölur meintra þolenda á hreinu, þar sem þessara „smáatriða“ er krafist í stórmálum sem þessum. Mannorðið er nefnilega það dýrmætasta sem hver og einn á. 

 

Var leitað álits þeirra aðila sem fréttin beinist að?

 

Hvað gerði blaðamaðurinn nákvæmlega til að sannreyna efni fréttarinnar annað en að hlusta á gróusögur og liggja yfir athugasemdakerfum endaþarms íslenskra blaðamennsku einsog DV, áður en fréttin var matreidd illa framsett og subbuleg ofan í neytendur?

 

Er Pressan og öll hennar viðhengi (bleikt, Dv. Eyjan osfrv. ruslpóstur?

 

 

Hér á eftir fer yfirlýsing Ástu Bjartmarz stjórnarformanni umrædds fyrirækis: 

 

Ásta Bjart­marz stjórn­ar­formaður Beauty Bar ehf seg­ir að vegið sé að fyr­ir­tæk­inu en í frétt á Press­an.is þar sem birt voru nafn­laus viðtöl við stúlk­ur sem töldu að Beauty Bar stæði í hót­un­um við þau. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ástu til fjöl­miðla: 

 

 

"Þann 21. nóv­em­ber sl. birti vef­miðill­inn Press­an „frétt“ und­ir yf­ir­skrift­inni „Snyrti­vöru­heim­ur­inn á Íslandi skelf­ur vegna hót­ana og áreit­is sam­keppn­isaðila: Við erum hrædd­ar“.

 

Í grein­inni er með raka­laus­um hætti vegið mjög að fyr­ir­tæk­inu Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un í Kringl­unni og full­yrt að for­svars­menn fé­lags­ins standi að baki hót­un­um í garð sam­keppn­isaðila, hafi beitt óeðli­leg­um viðskipta­hátt­um til þess að tryggja sér umboð fyr­ir til­tekn­um snyrti­vör­um og fram­an­greind atriði svo tengd máli er snýr að eign­ar­spjöll­um í Hafnar­f­irði og lík­ams­árás á til­greind­an aðila.

 

Skemmst er frá því að segja að „frétt­in“ – sem skrifuð er af ónafn­greind­um frétta­manni og bygg­ir á „viðtöl­um“ við ónafn­greinda heim­ilda­menn – er í öll­um meg­in­at­riðum ósönn og merkja má á henni að eng­in gögn liggi að baki þeim staðhæf­ing­um sem þar eru sett­ar fram. Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un hafn­ar al­farið þeim ásök­un­um sem á það eru born­ar í „frétt­inni“. 

 

Í ljósi þess að um­rædd „frétt“ hef­ur þegar valdið fyr­ir­tæk­inu ómældu tjóni mun Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un nú  krefjast þess að Press­an dragi frétt­ina til baka, biðjist af­sök­un­ar á henni og greiði fyr­ir­tæk­inu skaðabæt­ur. Fall­ist Press­an ekki á þau mála­lok mun Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un láta reyna á málið fyr­ir dóm­stól­um.

 

Með sama hætti mun Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un leita rétt­ar síns gagn­vart þeim ein­stak­ling­um, sem borið hafa „frétt­ina“ og önn­ur meiðyrði út á sam­fé­lags­miðlum.

 

Þá er rétt­arstaða stjórn­enda ein­stakra hópa á Face­book – þar sem meiðandi um­mæli hafa verið lát­in standa óáreitt, til sér­stakr­ar skoðunar hjá lög­mönn­um Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un­ar. Sú skoðun kann að leiða til þess að viðkom­andi ein­stak­ling­ar verði látn­ir sæta ábyrgð aðgerðarleys­is síns fyr­ir dómi.

 

Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un er ungt fyr­ir­tæki sem hef­ur kapp­kostað að bæta vöru­úr­val, lækka verð og veita góða per­sónu­lega þjón­ustu á ís­lenska snyrti­vörumarkaðnum neyt­end­um til heilla. Sú aðför sem gerð hef­ur verið að fyr­ir­tæk­inu er þeim sem að henni standa ekki til sóma, auk þess sem ljóst er að neyt­end­ur kunna að bera tjón af því ef sam­keppni á þess­um markaði minnk­ar. Það er von aðstand­enda Beauty Bar Snyrti­vöru­versl­un­ar að fé­lagið geti haldið áfram að lækka verð og bæta kjör neyt­enda á Íslandi."

 

 

Ásta Bjartmars stjórnarfomaður