Sítrónur róa taugar og bæta svefn


Sítrónuolían er fyrirtaks mótefni á æðahnúta og sprungnar æðar í húð
inni.
 
Til að losna við sprungnar æðar skaltu nudda þær með tveimur til þremur dropum af sítrónuolíu út í jojoba- eða möndluolíu.
 
 
 
 
 
Gegn æðahnútunum er blandan svona: Sex dropar af sítrónuolíu, 50 millilítrar af hveitifrjóangaolíu, tveir dropar af grátviðarolíu og einiolíu. Nudda fæturna frá tám og upp, í sömu átt og blóðið rennur í þeim.
 
Æðastyrkjandi bað er svona: Átta dropar af sítrónuolíu, fjórir dropar af grátviðarolíu og ein matskeið af hunangi. Liggðu í baðinu í stundarfjórðung. Eftir baðið skaltu þurrka þér með því að klappa handklæðinu laust á skrokkinn, ekki strjúka vegna þess að þá fer olían af húðinni.
 
Þótt bragðið af sítrónusafanum sé helst til súrt, hefur safinn engu að síður góð basísk áhrif á líkamann og varnar því að í honum safnist fyrir of mikið af sýru, sýru sem að hluta til er valdur að gigt. Drekktu safa úr nýkreistri sítrónu blönduðum út í volgt vatn þrisvar á dag, ef þú finnur fyrir gigtarverkjum.
 
Við slæmum verkjum; kreistu úr tveimur sítrónum út í glasið. Sítrónuolían hefur verkja- og bólgustillandi áhrif. Nuddaðu auma svæðið með nokkrum dropum af sítrónu og einni teskeið af jojoba olíu.
    
 
 
 
 
 
 
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að sítrónujurt í bland við róandi jurtir svo sem garabraúða, humal og baldursbrá róar taugarnar og bætir svefn.
 
 
 
 
Vindlingareykingar og skortur á tannburstun, skemmdar tennur, kryddát, áfengisneysla, ónóg framleiðsla af munnvatni og ýmislegt fleira getur orsakað andremmu.
 
Láttu safa úr nýkreistri sítrónu leika um munninn nokkrum sinnum á dag. Það hjálpar. Ef þú nagar sítrónusneið eftir hverja máltíð, ætti andardrátturinn að ilma eins og léttur norðangarri....
 
 
heimildir; matarkarfan.is