Hvað með það þó þú sért ekki búin að baka eða þrífa allt hátt og lágt?


Tja, sko jólin eru rétt handan við hornið.
 
Yndislegur tími og allt það. Tími ást og friðar. En því miður er það ekki þannig hjá öllum. Ég held stundum að maður misskilji þennan tíma...
 
Tími sem á að fara í að njóta. Tildæmis til að fara á góða jólatónleika, hlusta à ljúfa tóna -hvað er betra?
Hvað með það þó þú sért ekki búin að baka eða þrífa allt hátt og lágt? Þetta fæst allt í Bónus! Skellir bara í ofninn og ilmurinn er sá sami.
 
Svo vilja kreditkortinn oft ofhitna á þessum tíma. Fólk fer jafnvel á hausinn og missir svo geðheilsuna í ofanálag.
 
Ekki láta það gerast. Því við höfum val hvort við viljum taka þátt í þessari geðveiki eða bara alls ekki. Og ég kýs að gera það ekki! Og líður vel með það.
 
Allir fá samt pakka og nýja sokka. Líka naríur. Jòlaljòs í glugga, sem birtir upp skammdegið.
 
Svo má ekki gleyma því að þetta er hátið barnanna fyrst og fremst og ekki viljum við að þau upplifi þetta sem einhverja geðveiki.
 
Nei takk!
 
 
 
 
En eitt skulum við hafa hugfast, að það er betra að gefa en þiggja sama hvað það er. Ég lofa!
 
Jòlin koma hvort sem þú ert búin að gera allt eða bara ekki. Skiptir ekki máli. Það er enginn sem gerir þessar kröfur á þig, nema þú!
 
Þannig að það er um að gera að; njóta, elska, borða og auðvitað að gera eitthvað fyndið. Með þeim sem þú elskar og hana nú!
 
Og ekki hugsa um einhver fjandans aukakíló. Það er seinnitíma vandamál.
 
Njótið og slakið á, það virkar best. Ég lofa!
 
Fullt af àst og kærleik til ykkar allra.
 
 
aðsend grein, höf: Sigga Hrönn Pálsdóttir